Biskup Íslands: Við eigum að hjálpa öllum Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma." Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma."
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira