Biskup Íslands: Við eigum að hjálpa öllum Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira