Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar nauðlenti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
TF-LÍF nauðlenti fyrir skömmu við Þykkvabæ eftir að reykur kom upp um borð.
TF-LÍF nauðlenti fyrir skömmu við Þykkvabæ eftir að reykur kom upp um borð. Vísir/Magnús Hlynur

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, þurfti að nauðlenda við Þykkvabæ fyrir stundu eftir að reykur kom upp um borð. Var þyrlan að flytja sjúkling frá Vestmannaeyjum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi gekk nauðlendingin vel og enginn slasaðist. Verið er að vinna að því að koma sjúklingnum áfram undir læknishendur.

Veður er slæmt við Eyjar í dag og því var þyrlan kölluð til að flytja sjúkling þaðan þar sem ekki var hægt að flytja hann með sjúkraflugvél.

Kalla þurfti svo út aðra þyrlu til að sinna út­kalli á Vest­fjörðum.

Uppfært 17.45: Að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni hefur sjúklingurinn verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Unnið er að því að komast að orsök bilunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.