Dagsektarmálum fjölgað um 63 prósent Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Eyrún segir fleiri beiðnir um dagssektir merki um meiri hörku í deilum foreldra. Það bitni vissulega á börnunum. NordicPhotos/Getty Dagsektum er beitt þegar foreldrið sem barnið býr hjá hamlar hinu foreldrinu umgengni. Það foreldri sækir þá um að beitt verði dagsektum til að knýja fram umgengni. Árið 2010 voru nítján dagsektarmál á borði Sýslumannsins í Reykjavík en þau voru 31 fjórum árum síðar. Árið 2015 voru fimmtíu mál á borði sýslumannsins en sú tala á við um allt höfuðborgarsvæðið enda voru embættin sameinuð það ár. Mál vegna dagsekta sem eru til meðferðar í dag eru 27 talsins. Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir alltaf reynt að ná sáttum með öðrum leiðum áður en dagsektum er beitt. „Þegar lögð er inn beiðni um dagsektir þá er aðilum boðin sáttarmeðferð þar sem farið er yfir ágreininginn og reynt að finna leiðir til að koma málinu í betra horf.“ Ef sáttarmeðferð gengur ekki eru reynd ýmis önnur úrræði, til að mynda að sérfræðingur sé viðstaddur umgengni og hitti foreldra og barn. Ef enn gengur ekki að ná samkomulagi er kveðinn upp úrskurður um málið, hvort beitt verði dagsektum eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 kom nýverið fram að feður séu þolendur í um 85 prósentum svokallaðra tálmunarmála, eða þegar foreldri hindrar umgengni, og því yfirleitt karlmenn sem leggja inn beiðni um dagsektir. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í viðtali að stundum væri um tilfinningalegt ofbeldi að ræða gagnvart börnunum sem þau gætu borið mikinn skaða af. Eyrún tekur undir að harkan hafi aukist í deilum foreldrum vegna barna. Fleiri beiðnir um dagsektir séu merki um það en þótt beiðnunum fjölgi eru úrskurðirnir sem kvaddir eru upp af sýslumanni ekki mjög margir. „Stundum er verið að biðja um að beita dagsektum af óverulegu tilefni og málinu lýkur fljótt eða það lognast út af. Í öðrum tilfellum næst samkomulag. Það eru mjög mismunandi atvik að baki og mjög mismunandi alvarleg. Enda er hlutverk dagsekta að knýja á um umgengni en ekki bókstaflega að sekta fólk.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Dagsektum er beitt þegar foreldrið sem barnið býr hjá hamlar hinu foreldrinu umgengni. Það foreldri sækir þá um að beitt verði dagsektum til að knýja fram umgengni. Árið 2010 voru nítján dagsektarmál á borði Sýslumannsins í Reykjavík en þau voru 31 fjórum árum síðar. Árið 2015 voru fimmtíu mál á borði sýslumannsins en sú tala á við um allt höfuðborgarsvæðið enda voru embættin sameinuð það ár. Mál vegna dagsekta sem eru til meðferðar í dag eru 27 talsins. Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir alltaf reynt að ná sáttum með öðrum leiðum áður en dagsektum er beitt. „Þegar lögð er inn beiðni um dagsektir þá er aðilum boðin sáttarmeðferð þar sem farið er yfir ágreininginn og reynt að finna leiðir til að koma málinu í betra horf.“ Ef sáttarmeðferð gengur ekki eru reynd ýmis önnur úrræði, til að mynda að sérfræðingur sé viðstaddur umgengni og hitti foreldra og barn. Ef enn gengur ekki að ná samkomulagi er kveðinn upp úrskurður um málið, hvort beitt verði dagsektum eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 kom nýverið fram að feður séu þolendur í um 85 prósentum svokallaðra tálmunarmála, eða þegar foreldri hindrar umgengni, og því yfirleitt karlmenn sem leggja inn beiðni um dagsektir. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í viðtali að stundum væri um tilfinningalegt ofbeldi að ræða gagnvart börnunum sem þau gætu borið mikinn skaða af. Eyrún tekur undir að harkan hafi aukist í deilum foreldrum vegna barna. Fleiri beiðnir um dagsektir séu merki um það en þótt beiðnunum fjölgi eru úrskurðirnir sem kvaddir eru upp af sýslumanni ekki mjög margir. „Stundum er verið að biðja um að beita dagsektum af óverulegu tilefni og málinu lýkur fljótt eða það lognast út af. Í öðrum tilfellum næst samkomulag. Það eru mjög mismunandi atvik að baki og mjög mismunandi alvarleg. Enda er hlutverk dagsekta að knýja á um umgengni en ekki bókstaflega að sekta fólk.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira