Fleiri fréttir

Fara fram á sjálfdæmi borgarstjórnar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja fram tillögu sem felur það í sér að skora á Alþingi að selja borgarstjórn sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er flutningsmaður tillögunnar.

Bankasýsla gat ekki svarað nefndinni

Bankasýsla ríkisins gat ekki svarað framlögðum spurningum varaformanns fjárlaganefndar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á fundi nefndarinnar í gær.

Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri

Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn.

3.450 tonn af nautakjöti framleidd

Framleiðsla kjöts af nautgripum á undanförnum tólf mánuðum nemur um það bil 3.450 tonnum. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Búnaðarstofu sem opinberað var í gær.

Ráðherra víki í friðlýsingardeilu

"Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn.

Slá ekki meðan land er blautt

„Það hefur nánast ekkert færi gefist í október á að slá. Það eru mjög víða óslegnir akrar. Þar að auki fór sprettan í vor seint af stað og því hefur þroskinn verið seinna á ferðinni,“ segir Ólafur Eggertsson, formaður Landssambands kornbænda. Ólafur segir ástandið mjög dapurt á Norður- og Austurlandi en þó skárra að vestan og sunnan.

Ekki grunur um íkveikju í Skeljatanga

Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði við Skeljatanga í Mosfellsbæ 4. október síðastliðinn en það var leigubílstjóri sem varð var við eldinn um miðja nótt og hringdi á slökkvilið.

Dræm veiði hjá síldveiðiskipum

Dræm veiði hefur verið hjá síldveiðiskipunum um helgina, en þau eru nú flest umþaðbil 50 sjómílur vestur af Garðskaga. Að sögn stýrimanns á einu þeirra er hálf dapurt yfir þessu, þetta sé óttalegt kropp.

Verkföll hófust á miðnætti og fundað á ný upp úr hádegi

Tveggja sólarhringa verkfall félagsmanna í SFR og og sjúkraliðafélags Íslands, hófst á miðnætti og nær til vel á fjórða þúsund manns. Samningamenn ríkisins og þessara hópa hafa ræðst við hjá ríkissáttasemjara alla helgina og lauk fundi um kvöldmatarleitið í gær.

Leita að manni sem vill ekki finnast

Á fjórða hundrað manns hafa leitað Harðar Björnssonar frá því á fimmtudag. Lögreglu hafa borist tugir ábendinga um ferðir Harðar en fleiri vísbendingar vantar.

Grunaðir hryðjuverkamenn og ISIS-liðar í Leifsstöð

„Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Vilja kaupa íbúðir en eiga ekki peninga

Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum bréf og óskað eftir viðræðum um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á yfir 1.500 íbúðir. Innan við helmingur þeirra er nú í útleigu.

Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja

„Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli.

Sjá næstu 50 fréttir