Innlent

Dræm veiði hjá síldveiðiskipum

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Óskar
Dræm veiði hefur verið hjá síldveiðiskipunum um  helgina, en þau eru nú flest umþaðbil 50 sjómílur vestur af Garðskaga. Að sögn  stýrimanns á einu þeirra er hálf dapurt yfir þessu, þetta sé óttalegt kropp.

Þegar veiðarnar hófust fyrr í mánuðinum var þokkaleg veiði vestur af Snæfellsnesi , en svo virðist síldin hafa dreift sér. Engar fregnir hafa borisst af síld inni á Breiðafirði, en fyrir nokkrum árum var þar mokveiði inn allan fjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×