Innlent

„Löngu tímabært að stjórnvöld setji sér stefnu í efnamálum"

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Elín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Elín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Mynd/Stöð2
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem móta á stefnu í þeim tilgangi að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum. Efnin geta haft mikil áhrif á heilsu þar sem þau geta verið ofnæmis- og krabbameinsvaldandi ásamt því að sum þeirra eru einnig skaðleg umhverfinu.

Elín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þau geti einnig verið hormónaraskandi sem getur til að mynda haft áhrif á sæðisframleiðslu karla ásamt því að geta valdið fæðingargöllum í fóstrum.

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar kemur fram að þrátt fyrir að þessi vitneskja liggi fyrir hafi löggjöf á þessu sviði tekið of mikið mið af hagsmunum framleiðenda á kostnað hagsmuna almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×