Innlent

Er þjónusta í verslunum á Íslandi nógu góð?

Andri Ólafsson skrifar
Því er oft fleygt fram að þjónusta í verslunum á Íslandi sé ekki upp á marga fiska; starfsfólk sé jafnvel of ungt og ekki með ríka þjónustulund.

Ísland í dag fór á stúfana með falda myndavél í nokkrar verslanir og athugaði hvort eitthvað væri til í þessu. Í ljós kom að þjónustu er mjög ábótavant á mörgum stöðum og lenti dagskrárgerðarmaður í því í tvígang að starfsfólk hafði meiri áhuga á að tala um sín persónuleg málefni en að bjóða fram aðstoð sína.

Þá lenti dagskrárgerðarmaður einnig í því að honum var ekki einu sinni boðinn góður dagur í sumum verslunum eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×