Innlent

Vinna úr upplýsingum í dag og taka ákvörðun um aðgerðir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd af Herði sem lögregla sendi frá sér.
Mynd af Herði sem lögregla sendi frá sér. Vísir/Lögregla
„Verkefnið núna er að vinna úr þeim upplýsingum og vísbendingum sem hafa komið frá almenningi,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem sinnir samræmingar og eftirlitshlutverki í leitinni að Herði Björnssyni. Hörður hefur verið týndur síðan á miðvikudag.

„Það er óbreytt staða í raun og veru,“ segir Guðbrandur sem er verkefnastjóri aðgerða hjá Landsbjörg. „Við eigum eftir að taka almennilega ákvörðun um það hvað verða næstu skref. En það er í sjálfu sér bara áframhaldandi eftirgrennslan. Vandamálið er að hann vill ekki láta finna sig og þá er voðalega lítið um það að segja.“

Tekin verður ákvörðun um áframhaldið í dag en Guðbrandur ítrekar mikilvægi þess að almenningur sé vakandi. Fólki hefur verið bent á að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu í síma 8431106. Vegna verkfalls SFR er þó enginn við símann í dag, því er best að senda Facebook skilaboð á lögreglu eða á Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Leitarhópurinn hefur fengið margar vísbendingar. „Sem betur fer,“ segir Guðbrandur. „Engin vísbending er það ómerkileg að ekki megi koma fram með hana.“

Það er heilmikil vinna í gangi vegna leitarinnar. „Eins og með allar leitaraðgerðir, við vinnum allt eins, eftir ferli, tölfræðimódelum og fræðum. Það er vinna sem er alltaf eins hvort sem um ræðir gamlan mann eða ungan eins og í þessu tilfelli.“

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í s. 8431106 eða með skilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Leita enn að Herði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×