Innlent

Árleg loftsteinadrífa væntanleg

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Loftsteinadrífan stendur yfir frá 15. til 29. október árlega en nær hámarki dagana 20. til 22. október. Þessi mynd var tekin í Búlgaríu í október 2012.
Loftsteinadrífan stendur yfir frá 15. til 29. október árlega en nær hámarki dagana 20. til 22. október. Þessi mynd var tekin í Búlgaríu í október 2012. vísir/epa
Gert er ráð fyrir að hin árlega loftsteinadrífa Óríonítar nái hámarki aðfaranótt fimmtudags og búist er við nokkru sjónarspili á næturhimni ef veður leyfir. Loftsteinadrífan stendur yfir frá 15. til 29. október árlega en nær hámarki dagana 20. til 22. október.  

Á Stjörnufræðivefnum segir að búast megi við allt að tuttugu hraðfleygum loftsteinum á klukkustund, en dæmi eru um allt að sjötíu loftsteinum á klukkutíma. Þar segir jafnframt að Óríoníta megi rekja til rykslóðar sem halastjarnan Halley hefur skilið eftir sig á ferðalögum inn í innra sólkerfið.

Óríonítar eru fremar daufir og hraðskreiðir og skilja því eftir sig skammlífar slóðir og  rekast agnirnar á lofthjúp jarðar á um 68 kílómetra hraða á sekúndu (245.000 km hraða á klukkustund).

Nánar má lesa um loftsteinadrífur á Stjörnufræðivefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×