Fleiri fréttir

Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn.

Tuttugu greindir með sárasótt síðasta árið

Tuttugu samkynhneigðir karlmenn voru greindir með sárasótt síðasta vetur. Helmingslíkur eru á að ungt fólk sem er virkt í skyndikynnum fái klamydíu. Yfirlæknir kallar eftir smokkaátaki.

Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu

Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi.

Möguleiki að brúin fari í hlaupinu

Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig.

Börnum bjargað út um glugga

Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Berlínarmúrinn áminning fyrir Reykvíkinga

Broti úr Berlínarmúrnum var stillt upp við Höfða í dag þar sem margir telja að lok kalda stríðsins hafi átt upptök sín. 25 ár eru í dag frá sameiningu Þýskalands.

„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“

Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun.

Telja ekki pláss fyrir flóttamenn í Grindavík

„Eftir skoðun á minnisblaði sem unnið var af bæjarstjóra Grindavíkur er það okkar mat að húsnæðisskortur er í Grindavík og vegur það þyngst við þessa ákvörðun,“ bókuðu fulltrúar D-lista þegar meirihluti bæjarráðs Grindavíkur samþykkti að hefja viðræður um móttöku flóttamanna.

Vantar milljarð í þjónustu við fatlaða

Fjármál vegna þjónustu við fatlaða eru í forgangi hjá sveitarfélögunum. Þingmenn samþykktu samhljóða að stórbæta þjónustu við fatlaða en fjármagn fylgdi aldrei fögrum fyrirheitum. Bið eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð.

Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr

Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn.

Störukeppni bitnar á skólunum

Öllum 28 kennurum söngskóla Sigurðar Demetz var sagt upp í gær. Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri segir skólann upphaflega hafa gert ráð fyrir fjármögnun á grundvelli samkomulags Reykjavíkurborgar og ríkisins frá árinu 2011 en fjármögnunin dugar ekki lengur fyrir rekstri skólans. Fjármagnið frá hinu opinbera haldi til að mynda ekki í við launahækkanir.

Hælisleitandi grét í Hæstarétti

Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu.

Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla

Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir