Vökudeild þröngt sniðinn stakkur þegar kemur að húsnæðismálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2015 19:00 Læknir á vökudeild Landspítalans segir deildinni þröngt sniðinn stakkurinn þegar kemur að húsnæðismálum. Vilji sé meðal starfsfólks að gera það sem það geti til að gera foreldrum kleift að vera hjá börnum sínum og markvisst hefur verið unnið að því síðustu fjögur árin. Árlega leggjast á bilinu 500 til 600 börn inn á vökudeild Landspítalans á Barnaspítala Hringsins. Auk þess kemur sambærilegur fjöldi barna í skemmri tíma á deildina. Nokkuð álag er oft á deildinni. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar, segir foreldra geta dvalið með börnum sínum á deildinni nóttunni ef þeir kjósa svo en þó vanti upp á aðstöðuna fyrir þá. „Við höfum ekki almennt rúm eða sérherbergi fyrir alla foreldra. Við höfum svona rafknúna hægindastóla sem að eru allmargir á deildinni og gjafir sem að hafa borist og foreldrar geta verið þar ef þeir sem sagt treysta sér ekki til að fara frá barni,“ segir Margrét. Margrét segir að frá árinu 2011 hafi markvisst verið unnið að því að bæta aðstöðuna á deildinni svo foreldrar og börn geti átt meiri tíma í næði saman. „Hópur barna sem að geta farið í sérbýli sem við höfum aðgang að og nýtum eins vel og við getum og höfum verið að þróa okkur þar síðustu árin og getum fylgst með börnunum inni á deildinni hjá okkur og hérna þar er aðstaðan sem sagt, foreldrar geta sofið þar, salerni og sturta,“ segir Margrét. Notuð eru skilrúm á deildinni til að auka næði foreldra og sérstök heyrnartól. Sérfræðingur á deildinni segir mikilvægt að unnið sé enn frekar að því að bæta aðstöðuna svo foreldrar geti varið sem mestum tíma með börnum sínum. „Það þarf eiginlega tvennt til og náttúrulega það augljósasta sem er húsnæðið og þar er okkur svolítið þröngt sniðinn stakkurinn. Hitt er náttúrulega okkar hugarfar að við raunverulega viljum sjá til þess að foreldrar og börn séu saman og það skiptir ekki síður máli og ég held að við séum öll komin þangað. Allavega viljum við gera það sem við getum til þess að gera foreldrum kleift að vera hjá börnunum sínum,“ segir Hrólfur Brynjarsson sérfræðingur í nýburalækningum. Tengdar fréttir Áfall að geta ekki gist hjá barninu á vökudeild Móðir stúlku sem var hætt komin í fæðingu gagnrýnir aðstöðuleysi á deildinni og telur brýnt að bæta þar úr. 3. október 2015 18:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Læknir á vökudeild Landspítalans segir deildinni þröngt sniðinn stakkurinn þegar kemur að húsnæðismálum. Vilji sé meðal starfsfólks að gera það sem það geti til að gera foreldrum kleift að vera hjá börnum sínum og markvisst hefur verið unnið að því síðustu fjögur árin. Árlega leggjast á bilinu 500 til 600 börn inn á vökudeild Landspítalans á Barnaspítala Hringsins. Auk þess kemur sambærilegur fjöldi barna í skemmri tíma á deildina. Nokkuð álag er oft á deildinni. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar, segir foreldra geta dvalið með börnum sínum á deildinni nóttunni ef þeir kjósa svo en þó vanti upp á aðstöðuna fyrir þá. „Við höfum ekki almennt rúm eða sérherbergi fyrir alla foreldra. Við höfum svona rafknúna hægindastóla sem að eru allmargir á deildinni og gjafir sem að hafa borist og foreldrar geta verið þar ef þeir sem sagt treysta sér ekki til að fara frá barni,“ segir Margrét. Margrét segir að frá árinu 2011 hafi markvisst verið unnið að því að bæta aðstöðuna á deildinni svo foreldrar og börn geti átt meiri tíma í næði saman. „Hópur barna sem að geta farið í sérbýli sem við höfum aðgang að og nýtum eins vel og við getum og höfum verið að þróa okkur þar síðustu árin og getum fylgst með börnunum inni á deildinni hjá okkur og hérna þar er aðstaðan sem sagt, foreldrar geta sofið þar, salerni og sturta,“ segir Margrét. Notuð eru skilrúm á deildinni til að auka næði foreldra og sérstök heyrnartól. Sérfræðingur á deildinni segir mikilvægt að unnið sé enn frekar að því að bæta aðstöðuna svo foreldrar geti varið sem mestum tíma með börnum sínum. „Það þarf eiginlega tvennt til og náttúrulega það augljósasta sem er húsnæðið og þar er okkur svolítið þröngt sniðinn stakkurinn. Hitt er náttúrulega okkar hugarfar að við raunverulega viljum sjá til þess að foreldrar og börn séu saman og það skiptir ekki síður máli og ég held að við séum öll komin þangað. Allavega viljum við gera það sem við getum til þess að gera foreldrum kleift að vera hjá börnunum sínum,“ segir Hrólfur Brynjarsson sérfræðingur í nýburalækningum.
Tengdar fréttir Áfall að geta ekki gist hjá barninu á vökudeild Móðir stúlku sem var hætt komin í fæðingu gagnrýnir aðstöðuleysi á deildinni og telur brýnt að bæta þar úr. 3. október 2015 18:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Áfall að geta ekki gist hjá barninu á vökudeild Móðir stúlku sem var hætt komin í fæðingu gagnrýnir aðstöðuleysi á deildinni og telur brýnt að bæta þar úr. 3. október 2015 18:45