Flóðin í Frakklandi: „Malbikið flaut í burtu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2015 22:28 Bílarnir liggja um alla Cannes eins og hráviði að sögn Sigurðar Orra Kristjánssonar, sem búsettur er í borginni. Vísir/AFP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson, Íslendingur sem búsettur er í Cannes í Frakklandi þar sem gríðarmikil úrkoma olli því að mikil flóð áttu sér stað í gærkvöldi. 16 manns létust og þriggja er saknað. „Það byrjaði að rigna um kvöldmatarleyti í gær en svo frá 19.30 til 22.30 var bókstaflega eins og einhver væri að hella úr fötu yfir borgina,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er mesta rigning sem ég hef séð á ævinni.“ Sigurður Orri starfar á hóteli sem staðsett er ofarlega í Cannes en borgin er byggð á hæð. Það orsakaði það að göturnar sem liggja niður að sjó urðu að risastórum vatnsæðum og allt sem flotið gat hafi hreinlega skolað niður í átt að sjónum.Sigurður Orri Kristjánsson býr í Cannes.SOK„Cannes er meira og minna bara ein stór brekka. Gatan sem liggur frá hótelinu mínu og niður í bær er full af litlum veitingastöðum og búðum. Þær eru allar ónýtar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á götunni og það er allt farið, malbikið flaut bara í burtu. Það er risastór ráðstefna í bænum núna og þarna voru gestir að reyna að vaða göturnar í jakkafötunum sínum.“Ástandið eins og eftir dómsdag Bílar liggja eins og hráviði út um allt og Sigurður Orri segir að ástandið á borginni hafi minnt sig á heimsendakvikmyndir þar sem allt er á rúi og stúi. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt og enn er t.d. ekkert internet í Cannes og allir hraðbankar eru enn lokaður. „Ég keyrði framhjá einu bílastæði í dag og þar láu kannski svona 40 bílar í einni kös í einu horninu, allir í klessu. Það eru tugir eða hundruð bíla hérna úti um allt. Menn muna ekki eftir öðru eins.“ Samkvæmt BBC er talið að á einungis tveimur dögum hafi rigningin í Nice, sem er skammt frá Cannes, samsvarað tíu prósentum af meðalrigningu á ári hverju. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson, Íslendingur sem búsettur er í Cannes í Frakklandi þar sem gríðarmikil úrkoma olli því að mikil flóð áttu sér stað í gærkvöldi. 16 manns létust og þriggja er saknað. „Það byrjaði að rigna um kvöldmatarleyti í gær en svo frá 19.30 til 22.30 var bókstaflega eins og einhver væri að hella úr fötu yfir borgina,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er mesta rigning sem ég hef séð á ævinni.“ Sigurður Orri starfar á hóteli sem staðsett er ofarlega í Cannes en borgin er byggð á hæð. Það orsakaði það að göturnar sem liggja niður að sjó urðu að risastórum vatnsæðum og allt sem flotið gat hafi hreinlega skolað niður í átt að sjónum.Sigurður Orri Kristjánsson býr í Cannes.SOK„Cannes er meira og minna bara ein stór brekka. Gatan sem liggur frá hótelinu mínu og niður í bær er full af litlum veitingastöðum og búðum. Þær eru allar ónýtar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á götunni og það er allt farið, malbikið flaut bara í burtu. Það er risastór ráðstefna í bænum núna og þarna voru gestir að reyna að vaða göturnar í jakkafötunum sínum.“Ástandið eins og eftir dómsdag Bílar liggja eins og hráviði út um allt og Sigurður Orri segir að ástandið á borginni hafi minnt sig á heimsendakvikmyndir þar sem allt er á rúi og stúi. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt og enn er t.d. ekkert internet í Cannes og allir hraðbankar eru enn lokaður. „Ég keyrði framhjá einu bílastæði í dag og þar láu kannski svona 40 bílar í einni kös í einu horninu, allir í klessu. Það eru tugir eða hundruð bíla hérna úti um allt. Menn muna ekki eftir öðru eins.“ Samkvæmt BBC er talið að á einungis tveimur dögum hafi rigningin í Nice, sem er skammt frá Cannes, samsvarað tíu prósentum af meðalrigningu á ári hverju.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira