Flóðin í Frakklandi: „Malbikið flaut í burtu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2015 22:28 Bílarnir liggja um alla Cannes eins og hráviði að sögn Sigurðar Orra Kristjánssonar, sem búsettur er í borginni. Vísir/AFP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson, Íslendingur sem búsettur er í Cannes í Frakklandi þar sem gríðarmikil úrkoma olli því að mikil flóð áttu sér stað í gærkvöldi. 16 manns létust og þriggja er saknað. „Það byrjaði að rigna um kvöldmatarleyti í gær en svo frá 19.30 til 22.30 var bókstaflega eins og einhver væri að hella úr fötu yfir borgina,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er mesta rigning sem ég hef séð á ævinni.“ Sigurður Orri starfar á hóteli sem staðsett er ofarlega í Cannes en borgin er byggð á hæð. Það orsakaði það að göturnar sem liggja niður að sjó urðu að risastórum vatnsæðum og allt sem flotið gat hafi hreinlega skolað niður í átt að sjónum.Sigurður Orri Kristjánsson býr í Cannes.SOK„Cannes er meira og minna bara ein stór brekka. Gatan sem liggur frá hótelinu mínu og niður í bær er full af litlum veitingastöðum og búðum. Þær eru allar ónýtar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á götunni og það er allt farið, malbikið flaut bara í burtu. Það er risastór ráðstefna í bænum núna og þarna voru gestir að reyna að vaða göturnar í jakkafötunum sínum.“Ástandið eins og eftir dómsdag Bílar liggja eins og hráviði út um allt og Sigurður Orri segir að ástandið á borginni hafi minnt sig á heimsendakvikmyndir þar sem allt er á rúi og stúi. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt og enn er t.d. ekkert internet í Cannes og allir hraðbankar eru enn lokaður. „Ég keyrði framhjá einu bílastæði í dag og þar láu kannski svona 40 bílar í einni kös í einu horninu, allir í klessu. Það eru tugir eða hundruð bíla hérna úti um allt. Menn muna ekki eftir öðru eins.“ Samkvæmt BBC er talið að á einungis tveimur dögum hafi rigningin í Nice, sem er skammt frá Cannes, samsvarað tíu prósentum af meðalrigningu á ári hverju. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson, Íslendingur sem búsettur er í Cannes í Frakklandi þar sem gríðarmikil úrkoma olli því að mikil flóð áttu sér stað í gærkvöldi. 16 manns létust og þriggja er saknað. „Það byrjaði að rigna um kvöldmatarleyti í gær en svo frá 19.30 til 22.30 var bókstaflega eins og einhver væri að hella úr fötu yfir borgina,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er mesta rigning sem ég hef séð á ævinni.“ Sigurður Orri starfar á hóteli sem staðsett er ofarlega í Cannes en borgin er byggð á hæð. Það orsakaði það að göturnar sem liggja niður að sjó urðu að risastórum vatnsæðum og allt sem flotið gat hafi hreinlega skolað niður í átt að sjónum.Sigurður Orri Kristjánsson býr í Cannes.SOK„Cannes er meira og minna bara ein stór brekka. Gatan sem liggur frá hótelinu mínu og niður í bær er full af litlum veitingastöðum og búðum. Þær eru allar ónýtar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á götunni og það er allt farið, malbikið flaut bara í burtu. Það er risastór ráðstefna í bænum núna og þarna voru gestir að reyna að vaða göturnar í jakkafötunum sínum.“Ástandið eins og eftir dómsdag Bílar liggja eins og hráviði út um allt og Sigurður Orri segir að ástandið á borginni hafi minnt sig á heimsendakvikmyndir þar sem allt er á rúi og stúi. Ljóst er að tjónið er gríðarlegt og enn er t.d. ekkert internet í Cannes og allir hraðbankar eru enn lokaður. „Ég keyrði framhjá einu bílastæði í dag og þar láu kannski svona 40 bílar í einni kös í einu horninu, allir í klessu. Það eru tugir eða hundruð bíla hérna úti um allt. Menn muna ekki eftir öðru eins.“ Samkvæmt BBC er talið að á einungis tveimur dögum hafi rigningin í Nice, sem er skammt frá Cannes, samsvarað tíu prósentum af meðalrigningu á ári hverju.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira