Vantar milljarð í þjónustu við fatlaða Svavar Hávarðsson skrifar 3. október 2015 09:00 Halldór Halldórsson formaður Sambands sveitarfélaga Rekstrarhalli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk nam 1,1 milljarði króna árið 2014. Gera má ráð fyrir að hallinn hafi aukist á árinu 2015. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fjármál vegna þjónustu við fatlað fólk sé í forgrunni í samskiptum við ríkið. Halldór segir að sveitarfélögin hafi tekið þjónustu við fatlaða yfir árið 2011 vegna þeirrar vissu að endurskoðun málaflokksins frá grunni væri aðkallandi. Í samningi við ríkið er endurskoðunarákvæði sem nú er verið að nýta. „Við erum ári á eftir áætlun því vinnan við að greina stöðuna er gríðarleg. Niðurstaða starfshóps er væntanleg á næstunni og þá förum við í viðræður við ríkisvaldið. Við teljum að það vanti meira en milljarð í verkefnið,“ segir Halldór sem bætir við að þeim, sem þiggja þjónustuna á landsvísu, hafi fjölgað um 33% síðan sveitarfélögin tóku verkefnið yfir. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, telur að meiri áhersla á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) myndi fleyta málinu langt - eða að innleiða hugmyndafræði um sjálfstætt líf, sem snýst um að fatlað fólk stjórni sínu lífi sjálft og þeirri aðstoð sem það fær. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í september kom fram að alveg er eftir að fjármagna umframkostnað vegna NPA og nýrra húsnæðisúrræða. Spurður um hvort þjónustan muni færast meira í átt til NPA-leiðarinnar í framtíðinni segir Halldór: „Við eigum auðvitað að gera allt til að fólk hafi sem mest um sitt líf að segja sjálft,“ og NPA sé góð hugmyndafræði í því sambandi. Halldór rifjar upp að þingsályktun um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun var samþykkt samhljóða á Alþingi þingveturinn 2009 til 2010. „En þegar sveitarfélögin yfirtóku málaflokkinn hafði ríkið ekkert gert til að innleiða NPA hjá sér. Kostnaður við þessa leið var ekki í útsvarsprósentunni [1,24%] sem var hækkuð vegna yfirfærslu málaflokksins og þetta verður áfram sér. Þingið sem samþykkti þetta samhljóða hefur ekki fylgt þessu eftir með nauðsynlegu fjármagni. Fjármagnið sem ríkið setti í þetta, þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, er svo lítið, að sveitarfélögin eru með biðlista eftir því að afgreiða NPA-umsóknir. Þannig er staðan í dag,“ segir Halldór.Skerðing á sjálfræði hreint mannréttindabrot Fréttablaðið fjallaði í gær um málefni fólks með þroskahömlun. Rannsókn þriggja fræðimanna við menntavísindasvið Háskóla Íslands á lífskjörum þessa hóps leiðir í ljós að sjálfræði þeirra er verulega skert, og vart um annað en mannréttindabrot að ræða þegar horft er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og laga um málefni fatlaðs fólks. Nær það til flestra þátta daglegs lífs, fjármála og persónulegra sambanda. Fram kom í viðtali við Kristínu Björnsdóttur, dósent og einn rannsakenda, að hún telur vandann felast í því að þjónustan er mjög stofnanavædd og vegna fjárskorts sé mannekla viðvarandi vandi víða þó að margt fagfólk leggi sig mjög fram. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Rekstrarhalli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk nam 1,1 milljarði króna árið 2014. Gera má ráð fyrir að hallinn hafi aukist á árinu 2015. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fjármál vegna þjónustu við fatlað fólk sé í forgrunni í samskiptum við ríkið. Halldór segir að sveitarfélögin hafi tekið þjónustu við fatlaða yfir árið 2011 vegna þeirrar vissu að endurskoðun málaflokksins frá grunni væri aðkallandi. Í samningi við ríkið er endurskoðunarákvæði sem nú er verið að nýta. „Við erum ári á eftir áætlun því vinnan við að greina stöðuna er gríðarleg. Niðurstaða starfshóps er væntanleg á næstunni og þá förum við í viðræður við ríkisvaldið. Við teljum að það vanti meira en milljarð í verkefnið,“ segir Halldór sem bætir við að þeim, sem þiggja þjónustuna á landsvísu, hafi fjölgað um 33% síðan sveitarfélögin tóku verkefnið yfir. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, telur að meiri áhersla á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) myndi fleyta málinu langt - eða að innleiða hugmyndafræði um sjálfstætt líf, sem snýst um að fatlað fólk stjórni sínu lífi sjálft og þeirri aðstoð sem það fær. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í september kom fram að alveg er eftir að fjármagna umframkostnað vegna NPA og nýrra húsnæðisúrræða. Spurður um hvort þjónustan muni færast meira í átt til NPA-leiðarinnar í framtíðinni segir Halldór: „Við eigum auðvitað að gera allt til að fólk hafi sem mest um sitt líf að segja sjálft,“ og NPA sé góð hugmyndafræði í því sambandi. Halldór rifjar upp að þingsályktun um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun var samþykkt samhljóða á Alþingi þingveturinn 2009 til 2010. „En þegar sveitarfélögin yfirtóku málaflokkinn hafði ríkið ekkert gert til að innleiða NPA hjá sér. Kostnaður við þessa leið var ekki í útsvarsprósentunni [1,24%] sem var hækkuð vegna yfirfærslu málaflokksins og þetta verður áfram sér. Þingið sem samþykkti þetta samhljóða hefur ekki fylgt þessu eftir með nauðsynlegu fjármagni. Fjármagnið sem ríkið setti í þetta, þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, er svo lítið, að sveitarfélögin eru með biðlista eftir því að afgreiða NPA-umsóknir. Þannig er staðan í dag,“ segir Halldór.Skerðing á sjálfræði hreint mannréttindabrot Fréttablaðið fjallaði í gær um málefni fólks með þroskahömlun. Rannsókn þriggja fræðimanna við menntavísindasvið Háskóla Íslands á lífskjörum þessa hóps leiðir í ljós að sjálfræði þeirra er verulega skert, og vart um annað en mannréttindabrot að ræða þegar horft er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og laga um málefni fatlaðs fólks. Nær það til flestra þátta daglegs lífs, fjármála og persónulegra sambanda. Fram kom í viðtali við Kristínu Björnsdóttur, dósent og einn rannsakenda, að hún telur vandann felast í því að þjónustan er mjög stofnanavædd og vegna fjárskorts sé mannekla viðvarandi vandi víða þó að margt fagfólk leggi sig mjög fram.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira