Vantar milljarð í þjónustu við fatlaða Svavar Hávarðsson skrifar 3. október 2015 09:00 Halldór Halldórsson formaður Sambands sveitarfélaga Rekstrarhalli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk nam 1,1 milljarði króna árið 2014. Gera má ráð fyrir að hallinn hafi aukist á árinu 2015. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fjármál vegna þjónustu við fatlað fólk sé í forgrunni í samskiptum við ríkið. Halldór segir að sveitarfélögin hafi tekið þjónustu við fatlaða yfir árið 2011 vegna þeirrar vissu að endurskoðun málaflokksins frá grunni væri aðkallandi. Í samningi við ríkið er endurskoðunarákvæði sem nú er verið að nýta. „Við erum ári á eftir áætlun því vinnan við að greina stöðuna er gríðarleg. Niðurstaða starfshóps er væntanleg á næstunni og þá förum við í viðræður við ríkisvaldið. Við teljum að það vanti meira en milljarð í verkefnið,“ segir Halldór sem bætir við að þeim, sem þiggja þjónustuna á landsvísu, hafi fjölgað um 33% síðan sveitarfélögin tóku verkefnið yfir. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, telur að meiri áhersla á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) myndi fleyta málinu langt - eða að innleiða hugmyndafræði um sjálfstætt líf, sem snýst um að fatlað fólk stjórni sínu lífi sjálft og þeirri aðstoð sem það fær. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í september kom fram að alveg er eftir að fjármagna umframkostnað vegna NPA og nýrra húsnæðisúrræða. Spurður um hvort þjónustan muni færast meira í átt til NPA-leiðarinnar í framtíðinni segir Halldór: „Við eigum auðvitað að gera allt til að fólk hafi sem mest um sitt líf að segja sjálft,“ og NPA sé góð hugmyndafræði í því sambandi. Halldór rifjar upp að þingsályktun um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun var samþykkt samhljóða á Alþingi þingveturinn 2009 til 2010. „En þegar sveitarfélögin yfirtóku málaflokkinn hafði ríkið ekkert gert til að innleiða NPA hjá sér. Kostnaður við þessa leið var ekki í útsvarsprósentunni [1,24%] sem var hækkuð vegna yfirfærslu málaflokksins og þetta verður áfram sér. Þingið sem samþykkti þetta samhljóða hefur ekki fylgt þessu eftir með nauðsynlegu fjármagni. Fjármagnið sem ríkið setti í þetta, þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, er svo lítið, að sveitarfélögin eru með biðlista eftir því að afgreiða NPA-umsóknir. Þannig er staðan í dag,“ segir Halldór.Skerðing á sjálfræði hreint mannréttindabrot Fréttablaðið fjallaði í gær um málefni fólks með þroskahömlun. Rannsókn þriggja fræðimanna við menntavísindasvið Háskóla Íslands á lífskjörum þessa hóps leiðir í ljós að sjálfræði þeirra er verulega skert, og vart um annað en mannréttindabrot að ræða þegar horft er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og laga um málefni fatlaðs fólks. Nær það til flestra þátta daglegs lífs, fjármála og persónulegra sambanda. Fram kom í viðtali við Kristínu Björnsdóttur, dósent og einn rannsakenda, að hún telur vandann felast í því að þjónustan er mjög stofnanavædd og vegna fjárskorts sé mannekla viðvarandi vandi víða þó að margt fagfólk leggi sig mjög fram. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Rekstrarhalli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk nam 1,1 milljarði króna árið 2014. Gera má ráð fyrir að hallinn hafi aukist á árinu 2015. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fjármál vegna þjónustu við fatlað fólk sé í forgrunni í samskiptum við ríkið. Halldór segir að sveitarfélögin hafi tekið þjónustu við fatlaða yfir árið 2011 vegna þeirrar vissu að endurskoðun málaflokksins frá grunni væri aðkallandi. Í samningi við ríkið er endurskoðunarákvæði sem nú er verið að nýta. „Við erum ári á eftir áætlun því vinnan við að greina stöðuna er gríðarleg. Niðurstaða starfshóps er væntanleg á næstunni og þá förum við í viðræður við ríkisvaldið. Við teljum að það vanti meira en milljarð í verkefnið,“ segir Halldór sem bætir við að þeim, sem þiggja þjónustuna á landsvísu, hafi fjölgað um 33% síðan sveitarfélögin tóku verkefnið yfir. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, telur að meiri áhersla á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) myndi fleyta málinu langt - eða að innleiða hugmyndafræði um sjálfstætt líf, sem snýst um að fatlað fólk stjórni sínu lífi sjálft og þeirri aðstoð sem það fær. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í september kom fram að alveg er eftir að fjármagna umframkostnað vegna NPA og nýrra húsnæðisúrræða. Spurður um hvort þjónustan muni færast meira í átt til NPA-leiðarinnar í framtíðinni segir Halldór: „Við eigum auðvitað að gera allt til að fólk hafi sem mest um sitt líf að segja sjálft,“ og NPA sé góð hugmyndafræði í því sambandi. Halldór rifjar upp að þingsályktun um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun var samþykkt samhljóða á Alþingi þingveturinn 2009 til 2010. „En þegar sveitarfélögin yfirtóku málaflokkinn hafði ríkið ekkert gert til að innleiða NPA hjá sér. Kostnaður við þessa leið var ekki í útsvarsprósentunni [1,24%] sem var hækkuð vegna yfirfærslu málaflokksins og þetta verður áfram sér. Þingið sem samþykkti þetta samhljóða hefur ekki fylgt þessu eftir með nauðsynlegu fjármagni. Fjármagnið sem ríkið setti í þetta, þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, er svo lítið, að sveitarfélögin eru með biðlista eftir því að afgreiða NPA-umsóknir. Þannig er staðan í dag,“ segir Halldór.Skerðing á sjálfræði hreint mannréttindabrot Fréttablaðið fjallaði í gær um málefni fólks með þroskahömlun. Rannsókn þriggja fræðimanna við menntavísindasvið Háskóla Íslands á lífskjörum þessa hóps leiðir í ljós að sjálfræði þeirra er verulega skert, og vart um annað en mannréttindabrot að ræða þegar horft er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og laga um málefni fatlaðs fólks. Nær það til flestra þátta daglegs lífs, fjármála og persónulegra sambanda. Fram kom í viðtali við Kristínu Björnsdóttur, dósent og einn rannsakenda, að hún telur vandann felast í því að þjónustan er mjög stofnanavædd og vegna fjárskorts sé mannekla viðvarandi vandi víða þó að margt fagfólk leggi sig mjög fram.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira