Fleiri fréttir

Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael

Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir.

Lýsa vantrausti á sveitarstjórnina

Íbúafundur sem haldinn var í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri segir ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að loka grunnskóladeild á staðnum byggjast á röngum gögnum.

Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi

Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.

Fé verður sett í að framleiða námsefni á táknmáli

Menntamálaráðherra ætlar að auka fé til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að búa til námsefni á táknmáli. Mörg dæmi eru um að fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi flutt úr landi á síðustu þrjátíu árum vegna skorts á þjónustu.

2015 líklega heitasta ár frá upphafi mælinga

Vegna áhrifa veðurfyrirbærisins El Niño, auk stórfelldrar losunar mannsins á gróðurhúsalofttegundum, er nær öruggt að árið tvö þúsund og fimmtán verður lang hlýjasta árið frá upphafi mælinga.

Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn

Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag.

„Ég sá skrímsli alls staðar“

Sautján ára piltur segir kraftaverk að hann hafi komist lífs af eftir að hann en hann fleygði sér niður af svölunum við Smárabíó um síðustu helgi. Móðir hans biðlar til foreldra að ræða við börn sín um hætturnar sem fylgja fíkniefnaneyslu.

Allar líkur á verkfalli sjúkraliða

Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút.

Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi

Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar.

Skemmtibátur vélarvana á Sundunum

Það liðu því ekki nema 16 mínútur frá því að kallað var eftir aðstoð og þar til björgunarmenn voru komnir að bátnum.

Börn gerendur í tugum mála

Kynferðisofbeldi barna gegn börnum er litað af klámáhorfi, að mati forstöðukonu Barnahúss. Aðgengið að slíku efni sé meira en áður. Reynt er að sætta börnin eftir brot ef þolandinn hefur sjálfur áhuga á því.

Leita lausnar fyrir lesbíur

Þjóðskrá hefur óskað eftir fundi með tæknisæðingastofunni Art Medica til að bera undir hana hugmyndir Þjóðskrár og innanríkisráðuneytisins um lausn í deilum við lesbískar mæður.

Ísland dýrt fyrir alla nema Norðmenn

Ferðamenn sem rætt var við á Laugaveginum voru sammála um að verðlag á Íslandi sé hátt þótt það hafi svo sem ekki endilega komið þeim í opna skjöldu.

Fjögurra ára uppbygging fyrir bí

Hjón sem hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun í fjögur ár eru ósátt við að leigusamningur þeirra hafi ekki verið endurnýjaður. Þau segja dótturfyrirtæki OR ætla að reka sýninguna á þeirra uppbyggingu.

Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit

Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi.

Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára

Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur.

Á launum á leið í vinnuna

Launþegar, sem ekki eru með fasta starfsstöð, eiga að fá laun um leið og þeir ganga út um dyrnar heima hjá sér og þar til þeir eru komnir aftur heim að loknum vinnudegi samkvæmt nýjum dómi Evrópudómstólsins.

Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu

Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts.

"Þetta var það eina í stöðunni“

Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni.

Sjá næstu 50 fréttir