Fleiri fréttir

Litlir skammtar geta reynst lífshættulegir

Læknir segir fólk aldrei óhult þótt það taki inn litla skammta af e-töflum, en frá aldamótum er hægt að rekja dauðsföll sex íslenskra ungmenna til neyslu e-taflna og skyldra efna.

Vill höfða mál útaf Feneyjatvíæringnum

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna vill að Christoph Büchel höfði mál á hendur borgaryfirvöldum í Feneyjum vegna ákvörðunar þeirra um að loka íslenska sýningarskálanum á Feneyjatvíæringnum.

Eldri borgarar vilja skýr svör frá stjórnvöldum

Eldri borgarar kalla eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um hvort til standi að tryggja ellilífeyrisþegum 300 þúsund króna lágmarkslaun á næstu þremur árum eins og samið var um á almennum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir marga búa við sára fátækt og að fólk óttist að verða skilið eftir þegar komi að kjarabótum.

Einn tónlistarskóli í Reykjavík fái peningana

Hópur 25 skólastjóra hefur skrifað harðort bréf til ráðamanna vegna hugmynda um róttækar breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms. Talið skerða jafnrétti til náms og að vegið sé að tónlistarskólum.

Ingibjörg Melkorka gaf líffæri sín

Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir, sautján ára stúlka sem lét lífið eftir að hafa neytt e-pillu aðfaranótt sunnudags, gaf líffæri sín.

Nafn stúlkunnar sem lést

Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu aðfararnótt síðastliðins sunnudags hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir.

„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“

Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar.

Vandi ungra fanga brýnn en óleystur

Ríkisendurskoðun átelur velferðarráðuneytið fyrir að hafa ekki tekið nógu vel á málefnum ungra fanga og einstaklinga sem búa við fjölþættan vanda. Fara þarf ofan í saumana á málaflokknum til að tryggja hag barna að mati stofnunarinnar.

Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði

Fjöldi umsagna barst Hafnarfjarðarbæ vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í landi bæjarins við Vallahverfi og leggjast íbúar hverfisins gegn mannvirkjagerðinni.

Háskóli Íslands rannsakar hegðun stangveiðifólks

Félagsstofnun Háskóla Íslands er nú að kanna stangveiði á Íslandi. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að afla eigi upplýsinga um hvað veiðimenn veiði mikið og hvar, hvaða agn þeir beri fyrir fiskinn og hvert viðhorf þeirra sé til þess að veiða fisk og sleppa.

Innflytjandi kannar bótarétt vegna verklagsreglna MAST

Reglur EES segja að stikkprufur eigi að nægja til eftirlits með innflutningi matvæla. Hér er eftirlit viðvarandi og liggur niðri í verkfalli. Ráðuneytið viðurkennir brotalöm í reglum en kveðst ekki geta brugðist við í verkfalli.

Tékkar hlaupa í skarðið fyrir Kanadamenn í loftrýmisgæslunni

Tékkneska ríkisstjórnin samþykkti í gær að senda fimm JAS-39 Gripen orrustuþotur til Íslands í júlí og ágúst til loftrýmiseftirlits. Talsmaður tékkneska varnarmálaráðuneytisins staðfestir þetta en ásamt þotunum fimm koma hingað til lands sjötíu hermenn sem þjónusta þær.

Hvernig liti kvennaþingið út?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir kynnti á dögunum hugmynd um aðeins konur á Alþingi. Hér má sjá hvernig þessi róttæka hugmynd myndi breyta þinginu nú.

Heimspekin án efa drottning vísindanna

Tíu ár eru síðan að HHS-námsleiðin leit dagsins ljós í Háskólanum á Bifröst. Námið tekur á undirstöðuatriðum í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

Sjá næstu 50 fréttir