Innlent

Sérsveitin kölluð til vegna manns sem var vopnaður hnífi og sveðju í Keflavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá æfingu sérsveitar Ríkislögreglustjóra.
Frá æfingu sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Vísir/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra fyrr í dag vegna manns sem var vopnaður sveðju og hníf. Þetta kemur fram í svari Jóni F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóni hjá embætti Ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis um málið. Sagði hann málið vera í höndum embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Nú fyrir nokkrum mínútum birti embættið tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem kemur fram að því barst tilkynning um andlega veikan aðila sem lét ófriðlega í sameign fjölbýlishúss í Reykjanesbæ. Var sérsveitin fengin til aðstoðar en lögreglan segir ekki hafa komið til átaka og var maðurinn færður á lögreglustöð til viðræðna. Er mál mannsins nú komið á borð fagfólks í heilbrigðiskerfinu og mun hann fá viðeigandi aðstoð að sögn lögreglu.

Tilkynning vegna atviks sem upp kom í Reykjanesbæ fyrr í dag.Lögreglunni á Suðurnesjum barst í dag tilkynning um...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Thursday, June 4, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×