Innlent

Forstjóri svarar ekki spurningu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Friðrik Indriðason. Tapar á að vinna.
Friðrik Indriðason. Tapar á að vinna. Fréttablaðið/Ernir
Friðrik Indriðason segist ósáttur við grein sem Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, skrifaði í Fréttablaðið í gær.

Segir Friðrik að í grein forstjórans sé ekki svarað spurningu hans um hvers vegna frítekjumark sé ekki reiknað með þegar atvinnuleysisbætur hans eru greiddar.

Í greininni sagði Gissur bæturnar þó rétt greiddar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar.

Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að Friðrik er með 784 krónum minna í ráðstöfunartekjur á mánuði í hálfu starfi auk skertra bóta en þegar hann var á fullum bótum.

„Ástæðan er að sögn Vinnumálastofnunar að stofnunin getur ekki reiknað frítekjumark mitt inn í dæmið. Þetta er spurningin sem forstjórinn svarar ekki í grein sinni en ég vildi gjarnan að hann gerði það,“ segir Friðrik.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
„Eðlilega er hann bæði sár og reiður með þessa niðurstöðu og beinir henni gegn Vinnumálastofnun sem sér um útreikninga og greiðslu atvinnuleysisbóta,“ segir um fullyrðingu Friðriks í grein Gissurar.

Friðrik segist hafa fengið þau svör að bæturnar sem hann hafi fengið greiddar hafi verið svo lágar vegna þess að hann þarf að greiða til baka bætur sem hann fékk ofgreiddar frá stofnuninni.

„Ég tók tillit til þessa einstaka frádráttar við útreikninga mína og eftir stendur að um hver mánaðarmót mun ég fá 784 kr. minna í ráðstöfunarfé en ef ég væri á fullum bótum,“ segir Friðrik Indriðason.


Tengdar fréttir

Frétt sem var engin frétt en hefði getað orðið stórfrétt

Í Fréttablaðinu í gær er „frétt“ um afstöðu og tilfinningar einstaklings til Vinnumálastofnunar. Þar fullyrðir viðmælandi blaðamannsins að stofnunin hlunnfari hann um svokallað frítekjumark í atvinnuleysistryggingakerfinu sem leiði til þess að hann hafi minna handa á milli eftir að hann fór í starf samhliða bótum.

Borgar 784 krónur fyrir vinnuna sína

Friðrik Indriðason er með minni ráðstöfunartekjur í hálfu starfi hjá Íslandspósti en þegar hann var á fullum bótum. Segist búinn að fá upp í kok af Vinnumálastofnun. Sviðsstjóri Vinnumálastofnunar segir málið eiga sér eðlilega skýringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×