Innlent

Fangelsisdómur staðfestur yfir manni sem fróaði sér yfir vinkonu kærustu sinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Hæstiréttur hefur staðfest skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni sem áreitti konu kynferðislega.
Hæstiréttur hefur staðfest skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni sem áreitti konu kynferðislega. Vísir/Getty
Hæstiréttur hefur staðfest níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni sem áreitti konu kynferðislega með því að fróa sér yfir andlit hennar og fá sáðlát yfir öxl hennar og hár. Maðurinn var einnig sakaður um að hafa káfað á kynfærum konunnar er hún lá á fjórum fótum og kastaði upp eftir að hann fékk sáðlát yfir hana. Hann var þó sýknaður af þeim ákærulið þar sem framburður konunnar þótti ekki nægja til sakfellingar.

Brot mannsins áttu sér stað í svefnherbergi hans aðfaranótt fimmtudagsins 17. apríl í fyrra. Konan hafði þá farið út að skemmta sér með vinkonu sinni og hinum ákærða, sem þá var á föstu með vinkonunni.

Konan greindi frá því fyrir dómi að hún hefði gist hjá hinum ákærða og vinkonu sinni. Hún hafi farið að sofa á nærfötunum einum klæða og vaknað við það að maðurinn hafi verið að fá sáðlát yfir hana. Hún hafi farið úr rúminu og á gólfið til að kasta upp í fötu sem þar var og við það hafi maðurinn losað brjóstahaldara hennar, sett hönd sína undir nærföt hennar og snert kynfæri hennar.

Í DNA-rannsókn greindist sæði úr manninum bæði í hári konunnar og á brjóstahaldara hennar og fékk framburður konunnar um sáðlátið haldgóða stoð í því. Maðurinn neitaði því hinsvegar afdráttarlaust að hafa káfað á kynfærum konunnar og þótti framburður hennar ekki nægileg sönnun andspænis því.

Maðurinn er erlendur ríkisborgari og var úrskurðaður í farbann milli þess sem hann hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra og málið fór fyrir Hæstarétt. Var það gert í ljósi þess að maðurinn hefur lítil tengsl við landið, hefur einungis búið hér í um ár og stóð um það leyti sem farbannsúrskurðurinn var kveðinn upp í skilnaði við eiginmann sinn.

Dómur Hæstaréttar yfir manninum er blandaður, sex af níu mánuðum eru skilorðsbundnir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×