Eldri borgarar vilja skýr svör frá stjórnvöldum Höskuldur Kári Schram skrifar 4. júní 2015 18:35 Eldri borgarar kalla eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um hvort til standi að tryggja ellilífeyrisþegum 300 þúsund króna lágmarkslaun á næstu þremur árum eins og samið var um á almennum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir marga búa við sára fátækt og að fólk óttist að verða skilið eftir þegar komi að kjarabótum. Lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði verða 300 þúsund krónur árið 2018 samkvæmt þeim samningum sem standa launafólki nú til boða. Óvissa ríkir hins vegar um hvort örorku- og ellilífeyrisþegar fái sömu hækkun. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að þessi óvissa hafi haft slæm áhrif á sína félagsmenn sérstaklega þá sem búa nú við sára fátækt. „Þær yfirlýsingar sem hafa komið frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra að þetta sé ekki í skoðun um hækkun í samræmi við launaþróun sem nú hefur átt sér stað fer mjög illa fyrir brjóstið á þessu fólki,“ segir Þórunn. Fólk hafi beðið lengi eftir kjarabótum og því sé nauðsynlegt að stjórnvöld gefi skýr svör. „Þetta er mismunandi hjá eldri borgurum. Þessi hópur sem hefur það hvað verst, hann hefur það áberandi verst. Það er lítill hópur sem er undir fátæktarmörkum og jafnvel í sárri fátækt. Því fólki líður mjög illa og ég myndi hreinlega segja að þetta veldur heilsufarslegum vandamálum,“ segir Þórunn. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að hún muni beita sér fyrir bættum kjörum örorku- og ellilífeyrisþega. „Við erum með ákvæði í lögum um almannatryggingar, hvernig það eigi að standa að því að hækka bætur almannatrygginga. Ég mun gera mitt til þess að við stöndum við það ákvæði. Við erum líka með vinnu í gangi varðandi endurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni þar sem við erum að horfa til þeirrar framtíðarsýnar um það að öldruðum mun fjölga hér verulega og þá hafa menn verið að ræða til dæmis tillögur um að hækka lífeyristökualdurinn,“ segir Eygló. "Það hefur verið áhersla þessarar ríkisstjórnar að bæta kjör allra í samfélaginu og þar munum við ekki skilja lífeyrisþega eftir," segir Eygló Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Eldri borgarar kalla eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um hvort til standi að tryggja ellilífeyrisþegum 300 þúsund króna lágmarkslaun á næstu þremur árum eins og samið var um á almennum vinnumarkaði. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir marga búa við sára fátækt og að fólk óttist að verða skilið eftir þegar komi að kjarabótum. Lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði verða 300 þúsund krónur árið 2018 samkvæmt þeim samningum sem standa launafólki nú til boða. Óvissa ríkir hins vegar um hvort örorku- og ellilífeyrisþegar fái sömu hækkun. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að þessi óvissa hafi haft slæm áhrif á sína félagsmenn sérstaklega þá sem búa nú við sára fátækt. „Þær yfirlýsingar sem hafa komið frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra að þetta sé ekki í skoðun um hækkun í samræmi við launaþróun sem nú hefur átt sér stað fer mjög illa fyrir brjóstið á þessu fólki,“ segir Þórunn. Fólk hafi beðið lengi eftir kjarabótum og því sé nauðsynlegt að stjórnvöld gefi skýr svör. „Þetta er mismunandi hjá eldri borgurum. Þessi hópur sem hefur það hvað verst, hann hefur það áberandi verst. Það er lítill hópur sem er undir fátæktarmörkum og jafnvel í sárri fátækt. Því fólki líður mjög illa og ég myndi hreinlega segja að þetta veldur heilsufarslegum vandamálum,“ segir Þórunn. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að hún muni beita sér fyrir bættum kjörum örorku- og ellilífeyrisþega. „Við erum með ákvæði í lögum um almannatryggingar, hvernig það eigi að standa að því að hækka bætur almannatrygginga. Ég mun gera mitt til þess að við stöndum við það ákvæði. Við erum líka með vinnu í gangi varðandi endurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni þar sem við erum að horfa til þeirrar framtíðarsýnar um það að öldruðum mun fjölga hér verulega og þá hafa menn verið að ræða til dæmis tillögur um að hækka lífeyristökualdurinn,“ segir Eygló. "Það hefur verið áhersla þessarar ríkisstjórnar að bæta kjör allra í samfélaginu og þar munum við ekki skilja lífeyrisþega eftir," segir Eygló
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira