Vill senda Viðreisnarrútuna í hringferð um landið Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2015 21:54 Benedikt Jóhannesson hefur verið helsti talsmaður Viðreisnar. Vísir/Stefán „Ég finn að stefnumál okkar hafa mikinn hljómgrunn meðal almennings,“ sagði Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri á stefnumótunarfundi nýja stjórnmálaaflsins Viðreisnar á Grand Hótel í Reykjavík í dag. „Fólk kemur oft upp að mér úti á götu og spyr hvenær flokkurinn verði stofnaður. Það er allavega skemmtilegra en hitt, það sem fólk segir um gömlu flokkana: Hvenær verður þessi flokkur lagður niður?“ Um hundrað manns sóttu fundinn í dag þar sem fram fór stefnumótunarvinna fyrir Viðreisn, sem til stendur að stofna formlega sem stjórnmálaflokk snemma á næsta ári. Gestum var skipt niður á borð þar sem umræður fóru fram um málaflokka á borð við heilbrigðis-, utanríkis- og menntamál og hverju borði ætlað að skila af sér tillögum að stefnu í þeim málaflokki.Frá fundinum í dag.Vísir/StefánBenedikt, sem helst hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn frá því að aflið hóf að undirbúa framboð í fyrra, sló á létta strengi í stuttu ávarpi áður en vinna hófst meðal viðstaddra. Gagnrýndi hann vinnubrögð stjórnvalda í ýmsum stórum málum það sem af er kjörtímabili, ekki síst ítrekaðar tilraunir til að afturkalla ESB-umsókn Íslendinga, og sagði núverandi ríkisstjórn samanstanda af einum íhaldsflokki og einum afturhaldsflokki. „Afturhaldsflokki sem vill að ungir, íslenskir arkitektar setji sig í samband við framliðinn arkitekt og ljúki við teikningar hans frá árinu 1918,“ sagði Benedikt og uppskar hlátrasköll. Vísaði hann þar til tillögu forsætisráðherra um að reisa nýja skrifstofubyggingu Alþingis samkvæmt gömlum teikningum Guðjóns Samúelssonar. Yfirskrift fundarins var „Frjálslyndi og víðsýni“ og sagði Benedikt að flokkurinn myndi leggja áherslu á markaðslausnir. Nokkrir þekktir aðilar úr viðskiptalífinu mættu á fundinn í dag, meðal annars Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital og Virðingar, og Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem var fundarstjóri. Í máli Benedikts kom fram að til stendur að kynna stefnumál Viðreisnar um land allt áður en kosið verði um skipulag flokksins í haust og hann formlega stofnaður á næsta ári. Grínaðist hann í því samhengi um að senda „Viðreisnarrútuna“ hringinn í kringum landið og líkti því við ferðalag Stuðmanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Tengdar fréttir „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. 4. júní 2015 15:44 Fyrsti undirbúningsfundur Viðreisnar á morgun Fundargestir þurfa að greiða 1500 krónur í aðgangseyri. 10. júní 2014 14:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Ég finn að stefnumál okkar hafa mikinn hljómgrunn meðal almennings,“ sagði Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri á stefnumótunarfundi nýja stjórnmálaaflsins Viðreisnar á Grand Hótel í Reykjavík í dag. „Fólk kemur oft upp að mér úti á götu og spyr hvenær flokkurinn verði stofnaður. Það er allavega skemmtilegra en hitt, það sem fólk segir um gömlu flokkana: Hvenær verður þessi flokkur lagður niður?“ Um hundrað manns sóttu fundinn í dag þar sem fram fór stefnumótunarvinna fyrir Viðreisn, sem til stendur að stofna formlega sem stjórnmálaflokk snemma á næsta ári. Gestum var skipt niður á borð þar sem umræður fóru fram um málaflokka á borð við heilbrigðis-, utanríkis- og menntamál og hverju borði ætlað að skila af sér tillögum að stefnu í þeim málaflokki.Frá fundinum í dag.Vísir/StefánBenedikt, sem helst hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn frá því að aflið hóf að undirbúa framboð í fyrra, sló á létta strengi í stuttu ávarpi áður en vinna hófst meðal viðstaddra. Gagnrýndi hann vinnubrögð stjórnvalda í ýmsum stórum málum það sem af er kjörtímabili, ekki síst ítrekaðar tilraunir til að afturkalla ESB-umsókn Íslendinga, og sagði núverandi ríkisstjórn samanstanda af einum íhaldsflokki og einum afturhaldsflokki. „Afturhaldsflokki sem vill að ungir, íslenskir arkitektar setji sig í samband við framliðinn arkitekt og ljúki við teikningar hans frá árinu 1918,“ sagði Benedikt og uppskar hlátrasköll. Vísaði hann þar til tillögu forsætisráðherra um að reisa nýja skrifstofubyggingu Alþingis samkvæmt gömlum teikningum Guðjóns Samúelssonar. Yfirskrift fundarins var „Frjálslyndi og víðsýni“ og sagði Benedikt að flokkurinn myndi leggja áherslu á markaðslausnir. Nokkrir þekktir aðilar úr viðskiptalífinu mættu á fundinn í dag, meðal annars Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital og Virðingar, og Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem var fundarstjóri. Í máli Benedikts kom fram að til stendur að kynna stefnumál Viðreisnar um land allt áður en kosið verði um skipulag flokksins í haust og hann formlega stofnaður á næsta ári. Grínaðist hann í því samhengi um að senda „Viðreisnarrútuna“ hringinn í kringum landið og líkti því við ferðalag Stuðmanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu.
Tengdar fréttir „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. 4. júní 2015 15:44 Fyrsti undirbúningsfundur Viðreisnar á morgun Fundargestir þurfa að greiða 1500 krónur í aðgangseyri. 10. júní 2014 14:44 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. 4. júní 2015 15:44
Fyrsti undirbúningsfundur Viðreisnar á morgun Fundargestir þurfa að greiða 1500 krónur í aðgangseyri. 10. júní 2014 14:44