Fleiri fréttir

Hættuleg fita í blóði barna eftir helgar

Sælgætisát og hreyfingarleysi barna um helgar hefur áhrif á heilsu þeirra, að því er niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna. Nóg að gera sér dagamun í einn eða tvo daga um helgar í stað þriggja, segir stjórnandi rannsóknarinnar.

Skjaldkirtilshormón seld á svörtum markaði á Íslandi

Tvö alvarleg tilfelli hafa komið upp á Landspítalanum vegna inntöku fólks á skjaldkirtilshormónum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, varar við notkun lyfja án læknasamráðs sem geti valdið heilsutjóni.

Stormur í kvöld og á morgun

Veðurstofa Íslands varar við stormi syðst á landinu í kvöld, einkum í Mýrdal og undir Eyjafjöllum.

Ekki svarað fjögurra ára gamalli kvörtun

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir bíður enn svars umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem hann sendi embættinu árið 2010. Segir tjón sitt vegna málsins vera um þrjá milljarða króna. Vildi kaupa Sjóvá en aðrir keyptu á mun lægra verði.

Þyrlan sótti veika konu á Patreksfjörð

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir miðnætti til að sækja veika konu vestur á Patreksfjörð, þar sem flugvöllurinn þar var ófær vegna snjóa og venjuleg sjúkraflugvél gat því ekki lent þar. Áhöfn þyrlunnar fann hinsvegar lendidngarstað og flutti konuna til Reykjavíkur, þar sem hún var lögð inn á Landsspítalann.

Skrifstofustjóri í stjórnarframboði

Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu býður sig fram til stjórnar Vátryggingafélags Íslands. Nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórnarformaður lífeyrissjóðsins segir fjármálaráðuneytið ekki hafa gert athugasemdir við framboðið.

Framhaldsskólarnir fá bókina

Komin er út Handbók um geðrækt í framhaldsskólum frá Embætti landlæknis. Bókinni verður dreift í alla framhaldsskóla auk þess að vera aðgengileg rafrænt.

Í verkfall stefnir eftir páska

Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða.

Skilning skortir gagnvart vefjagigt

Kona á sextugsaldri sem þjáist af vefjagigt segir að sjúkdómurinn fái ekki sömu viðurkenningu og aðrir sjúkdómar, meðal annars þar sem veikindin sjáist ekki utan á fólki.

Yfir 3000 beinagrindur grafnar upp í London

Breskir fornleifafræðingar keppa nú við tímann og reyna á einum mánuði að grafa upp yfir þrjú þúsund beinagrindur úr gömlum kirkjugarði, á reit þar sem byggja á nýja jarðlestastöð.

Óska eftir vitni að líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitni að líkamsárás sem átti sér stað utan við skemmtistaðinn Hressó aðfaranótt laugardagsins 7. mars.

Sjá næstu 50 fréttir