Innlent

Vann 100.000 krónur á mánuði í 15 ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Vinningsmiðinn.
Vinningsmiðinn. Vísir/Valli
Einstæð móðir á Norðurlandi fékk stóra vinninginn á Launamiða Happaþrennunnar, sem hún keypti í Samkaup á Dalvík um síðustu helgi. Hún vann hundrað þúsund krónur á mánuði næstu fimmtán ár. Í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að hún hafi ákveðið að kaupa miðann, eftir að kona sem var á undan henni í röðinni keypti launamiða.

„Hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun því undir skafreitnum á öðrum miðanum reyndust vera þrjár kórónur sem þýðir að hún var búin að vinna 100 þúsund krónur á mánuði næstu 15 árin,“ segir í tilkynningunni.

Konan gleymdi þó að kaupa miðann þegar röðin kom að henni, en mundi eftir því á leiðinni úr versluninni og sneri við.

Þetta er annar af tveimur risavinningum sem leynast á Launamiða Happaþrennunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×