Skilning skortir gagnvart vefjagigt Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 20:00 Þorbjörg Karlsdóttir greindist með vefjagigt árið 2011. Kona á sextugsaldri sem þjáist af vefjagigt segir að sjúkdómurinn fái ekki sömu viðurkenningu og aðrir sjúkdómar, meðal annars þar sem veikindin sjáist ekki utan á fólki. Sumir telji slíka sjúklinga bara lata eða ímyndunarveika. Yfirþyrmandi þreyta og sífelldir verkir Vefjagigt er taugasjúkdómur í verkjakerfi líkamans sem var fyrst skilgreind sem sjálfstæður sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni árið 1993. Sjúkdómur er krónískur og ólæknandi og viðkomandi lifir með sífelldum verkjum um líkamann og yfirþyrmandi þreytu meðfram því. Margir finna fyrir því sem nefnist heilaþoka og minnisleysi. Þorbjörg Karlsdóttir sem er 59 ára var greind með sjúkdóminn árið 2011. Áður var hún í hálfu starfi sem ritari en núna er hún á örorkubótum. Lítil geta til að gera venjulega hluti Þorbjörg er hætt að geta gert hluti sem hún gerði áður, til dæmis prjónað og getur heldur ekki haldið á bók til að lesa. Venjulegir hlutir eins og að blása á sér hárið er mikið átak og Þorbjörg fer núorðið sjaldan út á meðal fólks vegna þreytu og verkja. Sumir dagar séu þó betri en aðrir. „Ég er með verki í báðum handleggjum, fótunum og mjöðmunum og alls staðar bara og allan daginn og sef lítið og illa án lyfja", sagði Þorbjörg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Svo er það heilaþokan, ég man eiginlega ekki neitt. Ég gleymi hvað ég ætla að segja, ég er til dæmis búin að gleyma hvað ég ætlaði að segja við þig", sagði Þorbjörg við fréttamann. „Ég segi sama hlutinn tvö hundruð sinnum þangað til sonur minn segir mér að ég sé búin að endurtaka mig sífellt. Ég á líka mjög erfitt með að ganga og dett auðveldlega. Þannig að það er eitt af því sem ég get orðið lítið gert", segir Þorbjörg. Sjúkdómurinn jafnvel í erfðumUm tíu þúsund konur hér á landi eru með sjúkdóminn en karlar fá hann í mun minni mæli. Sex hundruð manns bíða eftir greiningu og segir gigtarlæknir sjúkdóminn mikla samfélagsvá. Mikið vantar upp á að fólk hafi skilning á sjúkdómnum. Báðar systur Þorbjargar og sonur hafa verið greind og einnig mágkona Þorbjargar. Engin sérstök lyf eru við sjúkdómnum en orsakirnar taldar andlegt og líkamlegt álag og jafnvel erfðir. Leti og ímyndunarveikiÞorbjörg sagði fræðslu þurfa um sjúkdóminn. „Mér finnst bara yfirhöfðuð fólk sem þekkir ekki til vefjagigtar á eigin skinni, það skilur þetta ekki". Aðspurð hvort hún verði vör við að fólki finnist þetta einfaldlega leti eða ímynduraveiki sagði Þorbjörg svo vera. „Já, ég hef heyrt það. Fólk hefur ekki sagt það beint við mig en það segir mér sérstaklega hvað ég líti vel út og þá heyrir maður að á bak við það er einhver vantrú á því að það geti eitthvað verið að mér af því að ég lít vel út", segir Þorbjörg. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Kona á sextugsaldri sem þjáist af vefjagigt segir að sjúkdómurinn fái ekki sömu viðurkenningu og aðrir sjúkdómar, meðal annars þar sem veikindin sjáist ekki utan á fólki. Sumir telji slíka sjúklinga bara lata eða ímyndunarveika. Yfirþyrmandi þreyta og sífelldir verkir Vefjagigt er taugasjúkdómur í verkjakerfi líkamans sem var fyrst skilgreind sem sjálfstæður sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni árið 1993. Sjúkdómur er krónískur og ólæknandi og viðkomandi lifir með sífelldum verkjum um líkamann og yfirþyrmandi þreytu meðfram því. Margir finna fyrir því sem nefnist heilaþoka og minnisleysi. Þorbjörg Karlsdóttir sem er 59 ára var greind með sjúkdóminn árið 2011. Áður var hún í hálfu starfi sem ritari en núna er hún á örorkubótum. Lítil geta til að gera venjulega hluti Þorbjörg er hætt að geta gert hluti sem hún gerði áður, til dæmis prjónað og getur heldur ekki haldið á bók til að lesa. Venjulegir hlutir eins og að blása á sér hárið er mikið átak og Þorbjörg fer núorðið sjaldan út á meðal fólks vegna þreytu og verkja. Sumir dagar séu þó betri en aðrir. „Ég er með verki í báðum handleggjum, fótunum og mjöðmunum og alls staðar bara og allan daginn og sef lítið og illa án lyfja", sagði Þorbjörg í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Svo er það heilaþokan, ég man eiginlega ekki neitt. Ég gleymi hvað ég ætla að segja, ég er til dæmis búin að gleyma hvað ég ætlaði að segja við þig", sagði Þorbjörg við fréttamann. „Ég segi sama hlutinn tvö hundruð sinnum þangað til sonur minn segir mér að ég sé búin að endurtaka mig sífellt. Ég á líka mjög erfitt með að ganga og dett auðveldlega. Þannig að það er eitt af því sem ég get orðið lítið gert", segir Þorbjörg. Sjúkdómurinn jafnvel í erfðumUm tíu þúsund konur hér á landi eru með sjúkdóminn en karlar fá hann í mun minni mæli. Sex hundruð manns bíða eftir greiningu og segir gigtarlæknir sjúkdóminn mikla samfélagsvá. Mikið vantar upp á að fólk hafi skilning á sjúkdómnum. Báðar systur Þorbjargar og sonur hafa verið greind og einnig mágkona Þorbjargar. Engin sérstök lyf eru við sjúkdómnum en orsakirnar taldar andlegt og líkamlegt álag og jafnvel erfðir. Leti og ímyndunarveikiÞorbjörg sagði fræðslu þurfa um sjúkdóminn. „Mér finnst bara yfirhöfðuð fólk sem þekkir ekki til vefjagigtar á eigin skinni, það skilur þetta ekki". Aðspurð hvort hún verði vör við að fólki finnist þetta einfaldlega leti eða ímynduraveiki sagði Þorbjörg svo vera. „Já, ég hef heyrt það. Fólk hefur ekki sagt það beint við mig en það segir mér sérstaklega hvað ég líti vel út og þá heyrir maður að á bak við það er einhver vantrú á því að það geti eitthvað verið að mér af því að ég lít vel út", segir Þorbjörg.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira