Innlent

Bretar stærsti farþegahópurinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Íslendingar eru ekki lengur stærsti farþegahópurinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú í febrúar voru Bretar langstærsti hópurinn, annað árið í röð. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Bretar voru 29.250 talsins en Íslendingar 23.400. Á sama tíma á síðasta ári voru Bretar 22.280 og Íslendingar 21.261. Bilið þarna á milli hefur því breikkað töluvert. Hafa ber í huga að farþegar sem aðeins millilenda á Keflavíkur eru ekki taldir með hjá Ferðamálastofu. Bandaríkjamenn voru þriðji fjölmennasti hópurinn, alls níu þúsund.

Þá fóru ríflega 94 þúsund farþegar um innritunarsal flugstöðvarinnar í síðasta mánuði og var fjóðri hver farþegi með íslenskt vegabréf. Á árunum fyrir hrun var hlutfall heimamanna í farþegahópnum í febrúar um sextíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×