Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á tjóni sem ung kona varð fyrir í Byrginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 12:55 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. vísir/egill/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar. Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar.
Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02
Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42