

Lögreglan á Suðnesjum handtók tvo ökumenn um helgina eftir að staðfest hafði verið að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna.
Um 70 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
Rannsókn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar enn í gangi. Vísbendingar hafa ekki leitt til handtöku.
Lögreglumenn úr Reykjavík fundu snemma í morgun þýskan ferðamann, sem lögreglan á Suðurnesjum var að leita að. Hann átti bókað far úr landi í gærmorgun en skilaði sér ekki.
Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30.
Skipulagsdeild Akureyrar hefur sent fyrirtækinu Nesfrakt tilkynningu um að húsnæðið sem það notar undir starfsemi sína sé ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði. Því þurfi Nesfrakt að óska eftir breytingum á aðalskipulagi Akureyrar ellegar finna sér nýtt húsnæði undir rekstur sinn. Þetta staðfestir Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsfulltrúi Akureyrar.
Hátt í fjörutíu björgunarsveitarmenn af Vesturlandi voru kallaðir út undir kvöld í gær til leitar á Holtavörðuheiði, eftir að einhverskonar ljós sást þar, sem gæti hafa verið neyðarblys.
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að þýskum ferðamanni, sem átti bókað far úr landi í gærmorgun en skilaði sér ekki. Hann heitir Martin Werner Kohl, er fertugur, einn og áttatíu á hæð , ljós yfirlitum og grannur.
Félagar í Skurðlæknafélagi Íslands verða ekki í verkfalli í þessari viku eins og ranghermt er í Fréttablaðinu í dag. Ef ekki nást samningar mun næsta verkfallslota standa dagana 18. til 20. nóvember. Ef deilan leysist ekki eftir þann tíma er næsta lota boðuð dagana 9. til 11. desember. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögð verður áhersla á kærleik og samstöðu.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu.
Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals hefur fengið einkaleyfi víða um heim á nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar. Fyrsta lyf fyrirtækisins verður sett á markað innan þriggja ára.
Sjúklingar á Vogi hafa jafn oft nefnt heróín í verðkönnun SÁÁ á þessu ári og á tímabilinu 2006 til 2013. Yfirlæknir á Vogi segir erfitt að lesa í upplýsingarnar en útilokar ekki að þær geti táknað undanfara heróínneyslu hér á landi.
Magnús Einarsson segir eiganda Höfðahótels hefta samkeppni og valda tjóni með því að kæra byggingarleyfi hótels hans í Þórunnartúni 4. Í kærunni segir að forsendur hafi gerbreyst. Magnús segir heimild fyrir hótelinu yfir tíu ára gamla.
"Okkur finnst miður að landbúnaðarráðherrann hafi ekki viljað takast efnislega á við innflutningsfyrirtæki fyrir dómi,“ segir Ólafur Stephensen,
Ef ekki hefði komið til verðhækkana í heilsugæslu og menntun og fasteignaverð haldist óbreytt síðustu misseri væri hér líklegast lítils háttar verðhjöðnun. Þetta kemur fram í verðbólguspá Capacent. "Verðbólga síðustu mánaða stendur því á tveimur stólpum; Hækkun fasteignaverðs og verðhækkun þjónustu sem nýtur opinbers stuðnings eða heyrir beint undir hið opinbera,“ segir þar.
Í nýjum samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, um sjúkraflutninga, sem undirritaður var í gær, segir að greiðslur fyrir þjónustuna taki að hluta til mið af fjölda sjúkraflutninga í stað eingöngu fastra mánaðarlegra greiðslna áður.
Laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði hækka um 6,2 prósent samkvæmt ákvörðun bæjarráðs. Miðað er við nýgerða samninga Bandalags háskólamanna. Svokölluð viðmiðunarlaun fulltrúanna hækka úr 501.299 krónum í 532.380 krónur.
Ráðherra gæti, með víðtækri heimild í nýjum lögum um opinber fjármál til þess að færa til fjármuni, kippt í burtu rekstrargrundvelli stofnana, segja Hagsmunasamtök heimilanna. Spurningarmerki sett við heimildirnar.
Nýr kjarasamningur var undirritaður milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, og Starfsmannafélags Kópavogs á sjöunda tímanum í morgun. Verkfalli sem hefjast átti í dag hefur því verið aflýst.
Mikill verðmunur er á öðrum vörum en lyfjum í apótekum segir verðlagseftirlit ASÍ.
""Þetta hefur þokast lítið hænuskref áfram en ég get ekki upplýst í hverju það felst,“ sagði Jófríður Hanna Sigmundsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, í kvöld.
Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands.
Ekkert mál er líklegra til að koma landsmönnum úr jafnvægi en flugvallarmálið. Þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason sem hefur fengið fjölda hótunarbréfa eftir að hann gagnrýndi málflutning flugvallarsinna á landsbyggðinni.
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur.
Hátt í sjötíu þúsund umsóknum um niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána verður svarað eftir helgina en ríkisstjórnin kynnir niðurstöðuna á morgun.
Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun.
Björgunarsveitir af Vesturlandi hafa verið kallaðar út til leitar á Holtavörðuheiði eftir að neyðarblys, eða annað ljós, sást á lofti norðaustur af háheiðinni rétt fyrir klukkan 18:00 í kvöld.
3500 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll á morgun klukkan fimm til að mótmæla ástandinu í samfélaginu og standa vörð um heilbrigðiskerfið.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sendir í dag yfirlýsingu til Víkurfrétta vegna aðsendrar greinar sem Davíð Jón Kristjánsson sendi á miðilinn.
Níutíu skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring.
Hæstiréttur hafnaði bótakröfu 37 ára karlmanns á hendur móður 15 ára drengs og tryggingafélagi fjölskyldunnar vegna slyss fyrir fjórum árum.
Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld.
Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks.
Eldur kviknaði út frá rafmagnstækjum í íbúðinni. Ekki liggur fyrir hver bjó þar.
"Menn eru gífurlega reiðir og hóta öllu illu. Þeir ætla aldrei að lesa eftir mig bók og henda öllum bókum sem þeir eiga. Helst ætla þeir að handrota mig og fleira,“ segir Einar Kárason rithöfundur.
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda segja framboð hráefnis hafa dregist saman.
Þór Saari, fyrrum þingmaður Hreyfingarinnar, segist ekki lengur eiga samleið með Dögun og hafi því ákveðið að segja sig úr flokknum.
Þjóðahátíð Vesturlands verður haldin í íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi í dag.
Mótmæli á Austurvelli, konan sem stundar vændi á meðan barnið sefur, giftingahringur í blóðmörskepp og ebólusmit á Keflavíkurflugvelli var meðal þess sem vakti hvað mesta athygli á Vísi í vikunni sem er að líða.
Íslendingar sem vilja flytja heim frá Noregi segja atvinnutækifæri skorta og þeir séu því fastir í Noregi. Flestum Íslendingum sem fluttu þangað eftir hrun líður þó vel í Noregi og hafa aðlagst ágætlega.
Martin Werner Kohl er fertugur, um 180 cm á hæð, ljós yfirlitum og grannur. Síðast sé vitað um ferðir hans nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Grímuklæddur maður ógnaði starfsstúlku með vopni og hafði á brott með sér peninga og vörur.
Gildi brennisteinsdíoxíðs klukkan hálf níu í morgun mældist mest 940 µg/m3 í Grafarvogi.
Alls hafa þrír látist í sjóránum á fyrstu níu mánuðum ársins.