Fleiri fréttir

„Þetta er líkamsárás, ekki slys“

Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, harmar umræðu í kjölfar þess að vír var strengdur fyrir hjólastíg yfir Elliðaár. Borgarfulltrúi segir um að ræða alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki.

Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli

Sérfræðingar nota ómannað loftfar, eða dróna, við að telja sel. Ef vel reynist gæti það lækkað kostnað. Ísland hefur ekki sinnt stofnstærðarmælingum á sel frá 2011 vegna skorts á fé til rannsókna.

Níðingar ekki skítugir gamlir karlar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust að meðaltali fjórar til fimm tilkynningar á mánuði um tilraunir til tælinga á 30 mánaða tímabili. Gerendur oftast karlmenn undir 35 ára.

Hyggjast leita undir bjarginu

Björgunarsveitarmenn einbeita sér nú að því að rekja hvern einasta þráð í ferðasögu Þjóðverjans Christian Mathias Markus sem leitað hefur verið að í rúma viku.

Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu

Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, neitar sök. Hjónunum er lýst sem venjulegu fjölskyldufólki. Vinur þeirra hringdi í Neyðarlínuna.

Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar

Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal.

Stormurinn nær hámarki skömmu fyrir hádegi

SA-stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en eftir hádegi tekur veðrið að ganga niður.

Ruddist inn á heimili og neitaði að fara

Karlmaður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð til ókunnugra í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöldi og harðneitaði að fara þaðan út. Húsráðendur hringdu í lögreglu, sem handtók manninn og vistaði í fangageymslum.

22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt

Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.

Stormur um allt land

Veðurstofan og Almannavarnir vara við að vindhraði getið farið allt upp í 50 metra á sekúndu á þekktum vindasvæðum á Suður- og Vesturlandi í dag, en að mjög hvasst verði líka annarsstaðar á landinu og mikil rigning suðaustanlands.

„Við erum að svíkja þessi börn“

"Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar.

Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.

Talinn hafa kyrkt konuna

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.

Búast má við gasmengun austanlands

Gosvirkni í Holuhrauni er svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar yfir 3 að stærð síðasta sólarhringinn, sá stærsti í gærkvöldi upp á 5,2.

„Eins og að vera kominn öld aftur í tímann“

Ástand vega á Vestfjörðum er afar slæmt, segir Sturla Páll Sturluson, íbúi á Ísafirði. Hann segir erlenda ferðamenn steinhissa á ástandinu og að þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um.

Fréttamaður RÚV fær ekki að áfrýja

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Önnu Kristínar Pálsdóttur, fréttamanns á RÚV, í meiðyrðarmáli gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara.

Skipverji á Reykjafossi slasaðist

Maðurinn mjaðmargrindarbrotnaði og er talinn með innvortis blæðingar. Danska þyrlan Triton kemur með manninn til Reykjavíkur um miðnætti.

Helmingi færri úrræði fyrir börnin

Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum.

Ennþá vafi um skaðsemi sætuefna

Ekkert hefur verið sannað né afsannað um áhrif sætuefna í matvælum á heilsu fólks, segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands . Ný grein í alþjóðlegu vísindatímariti bendir til að gervisykur á brengli sykurþol manna sem er forstig sykursýkis en Ingibjörg segir ekkert sannað með því. Rannsóknin kalli á að áfram verði rannsakað.

Sjá næstu 50 fréttir