Innlent

Konan laus úr öndunarvél

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi vegna slyssins. Vísir/Pjetur
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga á föstudag er á batavegi. Hún höfuðkúpubrotnaði og var sett í öndunarvél eftir aðgerð á höfði.

Konan var laus úr öndunarvélinni í gær og þá stóð til að útskrifa hana af gjörgæsludeild þar sem hún hefur dvalið síðan hún var flutt á Landspítalann strax eftir slysið. Verður hún færð yfir á almenna deild en óvíst er hversu lengi hún kemur til með að dvelja á spítalanum. Læknir á gjörgæslu gat ekki gefið upplýsingar um hvort hún nær fullri heilsu.

Konan virðist hafa runnið í bleytu við gígana. Nú er verið að fara yfir öryggismálin á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×