Fleiri fréttir

Erlendir göngumenn á hættusvæði

Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð.

Gísli Marteinn hakkaður: „Hægt er að senda mig money“

"Ég vildi spyrja þig ef þú gefur mér £ 1450 lán eins fljótt og auðið er getur að ná kostnaði mínum, ég gef það til baka til þín þegar ég er þar,“ segir í tölvupóst sem sendur var út í nafni Gísla Marteins Baldurssonar í morgun.

Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn

"Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Virknin gengur áfram í bylgjum

Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu

Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun.

Taka ofbeldið nýjum tökum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytir í vetur verkferlum sínum í málum sem snúa að heimilisofbeldi. Byggt verður á góðri reynslu frá Reykjanesbæ.

Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum

Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar.

Mótfallinn styttingu náms

MR vill fá samþykki menntamálaráðherra fyrir því að taka inn nemendur úr níunda bekk grunnskólans.

Skjálftinn var 4,5 stig

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt.

Verkalýðshreyfingin mun beita „vöðvaafli“ verði misskipting ráðandi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að ASÍ muni ekki semja um hóflegar launahækkanir í kjaraviðræðum haustsins og beita afli verkalýðshreyfingarinnar af fullum þunga ef misskipting verði ráðandi í atvinnulífinu. Vísar hann þar til launahækkana stjórnenda.

Víðtækar lokanir á hálendinu

Vísindaráð almannavarna telur að að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls.

Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður

Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig.

Fleiri leðurblökur til Íslands

Átta tegundir af leðurblökum hafa fundist á Íslandi og hefur heimsóknum þessara sérkennilegu flækinga fjölgað undanfarna áratugi.

Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu

Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær

Eldur í Varmárskóla

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í gagnfræðideild mosfellska grunnskólans.

Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru

Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár.

Skýringar fiskeldisfyrirtækja ótrúverðugar

Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum.

Nauthólsvík eins og skíðasvæði

Starfsmenn Ylstrandarinnar ætla að mæta þörfum fólks sem vill næla sér í síðustu sólargeisla sumarsins og hafa lengur opið í Nauthólsvík í þessari viku.

Hættur þingmennsku

Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, tekur sem kunnugt er við starfi sendiherra á næstunni.

Nefbrotinn eftir líkamsárás: „Þetta er alveg hrikalegt"

Ráðist var á Ívar Mána Garðarsson fyrir að neita að færa sig úr framsæti á bíl sem hann sat í. Árásarmaðurinn nefbraut Ívar; skallaði hann í andlitið og barði hann af miklu afli, að sögn Ívars. "Ég hálf vankaðist við höggin og var í svaka "sjokki“ eftir að hann hafði nánast kæft mig.“

Husky drap tíkina Rósu: „Við erum í öngum okkar"

„Rósa litla var besti hundur í heimi, hún var góð við allt og alla," segir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir. Stór hundur af Husky-kyni réðst á litla Yorkshire Terrier tík í eigu hennar. Hann beit tíkina í hálsinn með þeim afleiðingum að hún hálsbrotnaði. Gunnlöð segir þetta vera annað skiptið sem hundurinn réðst á Rósu.

Sjá næstu 50 fréttir