Skýringar fiskeldisfyrirtækja ótrúverðugar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 15:57 Orri Vigfússon. Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“ Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“
Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00
Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00
200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00