Skýringar fiskeldisfyrirtækja ótrúverðugar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2014 15:57 Orri Vigfússon. Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“ Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Orri Vigfússon, formaður NASF Verndarstjóðs villtra laxastofna, hefur óskað eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra, að tafarlaust verði farið í óháða rannsókn á því fiskeldi sem nú fari fram á Vestfjörðum. „Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna. Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar,“ segir Orri í bréfi sínu til Sigurðar Inga Jóhannessonar ráðherra. Reynsla annarra þjóða sýni að umtalsvert magn laxa sleppi alltaf úr öllum sjókvíum að sögn Orra. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt eftirlit hins opinbera og einlæga viðleitni rekstraraðila náist aldrei að koma í veg fyrir slíkt, hvað þá að fanga aftur nema brotabrot af þeim laxi sem sleppi. „Því er varhugavert að trúa upplýsingum laxeldisfyrirtækjanna um að ekki hafi sloppið út nema um 200 laxar. Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heimamanna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vísbendingar um að umhverfisskaðinn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið.“ Orri segir veiðiréttareigendur, eigendur sjávarjarða og stangaveiðimenn vera logandi hrædda við að norskur eldislax blandist villtum laxastofnum hér á landi og einnig að eldislaxinn geti borið með sér bakteríu-, veiru- og sníkjudýrasýkingar. „Ástandið fyrir vestan sýnir að sá ótti er réttmætur og við teljum að kvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur að þessu leyti. Hraðar breytingar á vistkerfinu í hafinu umhverfis Ísland og lítil laxagengd í ár á Vesturlandi staðfestir að ekki er hægt að taka neina áhættu í umgengni við þá verðmætu, heilbrigðu og náttúrulegu auðlind sem villti laxinn er.“ Orri og félagar leggja til að án tafar verði farið yfir alla vinnu- og eftirlitsferla í kringum laxeldið, gerð verði PCR (polymerase chain reaction) greining á laxinum í kvíunum til að kanna mögulega veirusýkingu og almennt heilbrigði hans rannsakað til að meta megi alla áhættuþætti þessa laxeldis, m. a. mengandi úrgang og stöðu laxalúsarinnar sem nái að jafnaði hámarki síðsumars, í ágúst og september, og getur verið mikill skaðvaldur í umhverfinu. „Í Noregi, á Írlandi og í Kanada hafa fiskeldismenn margoft verið staðnir að því að gefa yfirvöldum rangar og villandi eða ónógar upplýsingar um ástandið í og við eldiskvíarnar, sjúkdóma, mengun og slysasleppingar. Við viljum tryggja að slíkur blekkingaleikur verði ekki í boði fyrir almenning á Íslandi.“
Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00 Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00 200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir við skýrslu um fiskeldi Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi. Sérstaklega hvað varðar merkingar á eldislaxi. 14. júlí 2014 08:00
Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Fiskur, sem að öllum líkindum slapp úr eldiskvíum Fjarðalax á Patreksfirði síðasta vetur, veiðist nú í Ósárósi í botni fjarðarins. Laxveiðimenn segja þetta sanna að eldisfiskur lifi af í hafinu. Fjarðalax segir þetta engin áhrif hafa á laxastofninn. 15. júlí 2014 11:00
200 eldislaxar sluppu úr kví Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að laxinn gangi í laxveiðiár. 1. apríl 2014 07:00