Fjörtíu tilfelli eru skráð um að leðurblaka hafi fundist hér en ástæður fjölgunarinnar er ekki ljós.
Í nýlegri grein í alþjóðlegu fagtímariti sem nefnist Acta Chiropterologia, skrifa Ævar Petersen, fuglafræðingur og Finnur Ingimarsson náttúrufræðingur yfirlitsgrein um fund leðurblaka við við ísland, Færeyjar, Orkneyjar og Shetlandseyjar með loftslagsbreytingar í huga.
Hér finnast dýrin helst á suðvesturlandi, einkum í Reykjavík og koma þá hingað með vöruflutningaskipum. Þær eru þó ekki stórar sem hingað koma og sú algengasta er trítilblakan sem er rétt um 3 cm á lengd.
Það er talin sennilegasta tegundin sem fannst ekki svo alls fyrir löngu og má sjá á Náttúrufræðisafni Kópavogs.
Leðurblökur eru ýmist heillandi eða hryllilegar í hugum manna enda ófríðar en þær hafa það fram yfir æðri tegundir af spendýrastofninum að þær geta flogið og hafa mörg einstök einkenni eins og að hafa samskipti á ólíkri hljóðtíðni eftir tegundum, sagði Finnur í fréttum stöðvar tvö.
Fleiri leðurblökur til Íslands
Linda Blöndal skrifar