Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi Gissur Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2014 11:37 Magnús Tumi Guðmundsson og skjálftavirknin á Vatnajökli. Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir. Bárðarbunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir.
Bárðarbunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira