Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi Gissur Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2014 11:37 Magnús Tumi Guðmundsson og skjálftavirknin á Vatnajökli. Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir. Bárðarbunga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir.
Bárðarbunga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira