Fleiri fréttir

Þriggja ára búsetutími skilyrði

Erlendur maki Íslendings þarf að uppfylla sambærileg skilyrði og aðrir útlendingar sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, að því undanskildu að skilyrði um búsetutíma hér á landi er þrjú ár frá stofnun hjúskapar í stað almenns búsetuskilyrðis sem er sjö ár.

Ýtu- og gröfukarlar fágætir gamlingjar

Jarðverktakar kvarta nú undan skorti á vönum ýtu- og gröfumönnum. Verkstjóri hjá Suðurverki segir að meðalaldur vélamanna sé orðinn mjög hár.

"Við héldum að þetta væri stórslys“

Sjónarvottum, sem urðu vitni að því þegar flugvél með tvo innanborðs nauðlenti á Vatnsleysuströnd í gær, var mjög brugðið og töldu að um stórslys væri að ræða.

Yfirgefnu kettlingarnir komnir með ný heimili

"Fólk er búið að vera alveg æðislegt. Ég hef fengið símhringingar og skilaboð á Facebook. Fólk er búið að hvetja mig áfram," segir Anna Sigríður Sigurðardóttir sem kom fimm kettlingum til bjargar í dag.

Reiðhjólaslysum fjölgar

Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru 20% af öllum skráðum umferðarslysum árið 2013 á höfuðborgarsvæðinu reiðhjólaslys. Hlutfallið var hinsvegar 6,5% árið 2008 og hefur því hækkað umtalsvert.

Víða akstursbann á hálendinu

Spáð er stormi víða til fjalla og á hálendinu um og eftir miðjan daginn en á morgun kemur nokkuð djúp lægð úr suðvestri.

Fjáröflunin fór fyrir lítið

Mikill kurr er í íbúum Skagafjarðar vegna samskipta skátafélagsins Eilífsbúa við rekstraraðila Partýkerrunnar á bæjarhátíðinni Lummudögum sem fram fóru um helgina.

Sérsveitin fær nýjan bát

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur tekið í notkun nýjan bát að gerðinni Humber en báturinn kemur frá Bretlandi. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.

Hlussu-hlýri á Húsavík

Báturinn Lágey ÞH 265 veiddi í dag einn stærsta hlýra sem veiðst hefur við Ísland en hann er 32 kíló og 131 sentímetra að lengd.

Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu

Óðni Frey Valgeirssyni var gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann.

Sakar forsvarsmann Landsnets um lygar

Fráfarandi formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fór hörðum orðum um ummæli forstjóra Landsnets um að sveitarfélög hefðu dregið lappirnar. "Sveitarfélög hafa allan tímann verið áfram um að aðstoða Landsnet við að leggja línur.“

Óljóst hvort dómar eigi að geyma gögn

Dómstólar landsins viðhafa ekki sama verklag í hlerunar- og húsleitarmálum. Allir aðrir dómstólar en Héraðsdómur Reykjavíkur geyma öll gögn. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa leika á hvernig túlka skuli lögin en segist fara að lögum.

Grjótkrabbi leggur undir sig ströndina

Ný krabbategund sem fyrst fannst hér árið 2006 í Hvalfirði hefur nú numið búsvæði meðfram ströndinni allt norður til Skagafjarðar. Enn er of snemmt að hefja hagkvæmar veiðar, segir fræðimaður. Krabbinn er kominn í veitingahús.

Hassið horfið eftir hrun

Hrunið varð til þess að nánast ekkert hass er lengur að finna á íslenskum fíkniefnamarkaði. Dæmi eru um að fólk rækti kannabisplöntur til einkanota. Neytendur eru ánægðir með viðhorfsbreytingu gagnvart neyslunni.

Landamæravarsla víða í Vesturbyggð

Fyrsta gufupönkhátíðin sem haldin hefur verið hér á landi hófst í Vesturbyggð á fimmtudag. Fjögur hundruð manns hafa skráð sig á hátíðina og eru sumir hverjir komnir langt að, jafnvel lengra en skynkvíar okkar ná. Sveitarfélagið breytist í Bíldalíu.

Sjá næstu 50 fréttir