Fleiri fréttir

Izekor Osazee laus úr haldi

Aðstandendur Izekor hafa boðað til mótmæla á morgun klukkan tólf við lögreglustöðina á Hverfisgötu til stuðnings hennar.

Flugfreyjur í verkfall

Fulltrúar hafa þegar hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Ótímabundið yfirvinnubann flugfreyja tekur gildi næstkomandi sunnudag, 18. maí.

Ný krabbameinsáætlun í lok ársins

Heilbrigðisráðherra sagði að þótt við hefðum ekki sigrast á krabbameinum byggjum við nú að viðamikilli þekkingu og upplýsingum sem byggst hafa upp í gegnum árin og áratugina.

Nóróveira á undanhaldi

Nóróveirusýking sem greindist á hjúkrunardeild á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum er nú á undanhaldi. Deildin var einangruð föstudaginn 2. maí eftir að sýni úr vistmanni staðfesti tilfellið.

Regluverkið skoðað vegna myglusvepps

Lög og reglur verða tekin til skoðunar af starfshópi vegna myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Tryggingamál þolenda verði skoðuð sérstaklega, hvetja þingmenn til, enda þess dæmi að fólk missi aleigu sína meðan aðrir missa heilsuna.

Ótímabært að meta öryggi í sjúkraflugi

Innanríkisráðherra segir í svari við fyrirspurn á Alþingi að samráð þurfi við ríkisstjórn og Alþingi ef meta eigi áhrif af því að Landhelgisgæslan annist allt sjúkraflug. Því sé ótímabært að ráðuneytið meti hvort slíkt auki öryggi landsmanna.

Hringja í alla húseigendur á Raufarhöfn

Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Byggðastofnun og Háskólinn á Akureyri hafa snúið bökum saman og unnið að því að leita lausna á viðvarandi íbúafækkun á Raufarhöfn. Þetta kom fram í bæjarráði Norðurþings.

Hafnar ásökunum um Stasi-tilburði í Kópavogi

Næst besti flokkurinn í Kópavogi gagnrýnir að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson, óski eftir því við kjörstjórn að fá meðmælendalista annarra framboða. Það lýsi miklu vantrausti á störf kjörstjórnar. Bragi segir sér skylt að rannsaka framboðin.

Drulla frá framkvæmdum barst í Varmá

„Umhverfisnefnd harmar að aurugt vatn hafi runnið í stórum stíl í Varmá vegna framkvæmda efst í Reykjahverfi,“ segir í bókun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

Sjúkraliðar í verkfall

Verkfall hefst mánudaginn 12. maí klukkan 08.00 til 16.00 hjá félagsmönnum SLFÍ og SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu, sem starfa hjá stofnununum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR.

Sjá næstu 50 fréttir