Konur eiga meiri möguleika á starfi innan kirkjunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2014 14:19 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. vísir/stefán Alvarlegur kynjahalli er í embættum og ábyrgðastöðum innan kirkjunnar. Níutíu sóknarprestsembætti eru á landinu og þar af eru konur í tuttugu og þremur embættum, eða um fjórðungur sóknarpresta. Félag prestsvígðra kvenna sendi frá sér ályktun þess efnis á dögunum. „Eins og við vitum þá hefur kirkjan verið karlakirkja öldum saman. Það er byggt upp á löngum tíma og tekur tíma að snúa til baka,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Hún segir kirkjuna hafa tekið upp stefnu sem taki mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í jafnréttisstefnu kirkjunnar segir að mið sé tekið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu. Samtökin hafa hvatt kirkjur sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum þannig að þar sitji að minnsta kosti fjörutíu prósent konur og að minnsta kosti fjörutíu prósent karlar. „Það þarf að bæta meira á aðra vogaskálina þangað til jafnvæginu er náð. Þannig eiga konur meiri möguleika á starfi eins og staðan er núna en þó er það ekki algilt. Það þarf að fylgja fjölmörgum reglum, til dæmis landslögum, starfreglum innan kirkjunnar og jafnréttisstefnunni, þegar kemur að ráðningu presta,“ segir Agnes og nefnir að nú séu nokkur prestsembætti laus til umsóknar. Staða prests í Háteigskirkju var auglýst laus til umsóknar og sóttu nítján um. Þar af voru fjórar konur. Þá var staða prests á Skagaströnd auglýst laus og sóttu fjórir um og var kynjahlutfall jafnt. Fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan vígðist til prestsembættis innan þjóðkirkjunnar. „Það hefur auðgað og eflt kirkju og kristni í landinu að hafa prestvígt fólk af báðum kynjum. Það er hagur kirkjunnar að hlutföll karla og kvenna í störfum og ábyrgðarstöðum séu jöfn,“ segir í ályktun Félags prestsvígðra kvenna. Tengdar fréttir Alvarlegur kynjahalli innan kirkjunnar Níutíu sóknarprestsembætti eru á landinu og þar af eru konur í tuttugu og þremur embættum, eða um fjórðungur sóknarpresta. 6. maí 2014 09:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Alvarlegur kynjahalli er í embættum og ábyrgðastöðum innan kirkjunnar. Níutíu sóknarprestsembætti eru á landinu og þar af eru konur í tuttugu og þremur embættum, eða um fjórðungur sóknarpresta. Félag prestsvígðra kvenna sendi frá sér ályktun þess efnis á dögunum. „Eins og við vitum þá hefur kirkjan verið karlakirkja öldum saman. Það er byggt upp á löngum tíma og tekur tíma að snúa til baka,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Hún segir kirkjuna hafa tekið upp stefnu sem taki mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í jafnréttisstefnu kirkjunnar segir að mið sé tekið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu. Samtökin hafa hvatt kirkjur sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum þannig að þar sitji að minnsta kosti fjörutíu prósent konur og að minnsta kosti fjörutíu prósent karlar. „Það þarf að bæta meira á aðra vogaskálina þangað til jafnvæginu er náð. Þannig eiga konur meiri möguleika á starfi eins og staðan er núna en þó er það ekki algilt. Það þarf að fylgja fjölmörgum reglum, til dæmis landslögum, starfreglum innan kirkjunnar og jafnréttisstefnunni, þegar kemur að ráðningu presta,“ segir Agnes og nefnir að nú séu nokkur prestsembætti laus til umsóknar. Staða prests í Háteigskirkju var auglýst laus til umsóknar og sóttu nítján um. Þar af voru fjórar konur. Þá var staða prests á Skagaströnd auglýst laus og sóttu fjórir um og var kynjahlutfall jafnt. Fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan vígðist til prestsembættis innan þjóðkirkjunnar. „Það hefur auðgað og eflt kirkju og kristni í landinu að hafa prestvígt fólk af báðum kynjum. Það er hagur kirkjunnar að hlutföll karla og kvenna í störfum og ábyrgðarstöðum séu jöfn,“ segir í ályktun Félags prestsvígðra kvenna.
Tengdar fréttir Alvarlegur kynjahalli innan kirkjunnar Níutíu sóknarprestsembætti eru á landinu og þar af eru konur í tuttugu og þremur embættum, eða um fjórðungur sóknarpresta. 6. maí 2014 09:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Alvarlegur kynjahalli innan kirkjunnar Níutíu sóknarprestsembætti eru á landinu og þar af eru konur í tuttugu og þremur embættum, eða um fjórðungur sóknarpresta. 6. maí 2014 09:24