Líður eins og dómskerfinu sé bara sama Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Frá táknrænum mótmælum vegna misréttis í réttarkerfinu gegn heimilisofbeldi. Fréttablaðið/Valli „Þegar það er verið að beita fólk ofbeldi þá verður það hrætt. Streitan er mikil og það er auðvelt að gleyma smáatriðum,“ segir Thelma Ásdísardóttir, einn af forsvarsmönnum Drekaslóðar, fræðslu- og þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Henni þykir sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands í heimilisofbeldismáli, sem Fréttablaðið greindi frá í gær, sorglegur. Þá var karlmaður sýknaður af því að hafa veitt eiginkonu sinni áverka á höndum og baki þótt hann hefði játað brotið að hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður konunnar hafi ekki verið nægjanlega stöðugur og því var hann sýknaður af öllu brotinu. Orðrétt segir í dóminum: „Þá gætir talsverðs ósamræmis í framburði brotaþola fyrir dómi og hjá lögreglu, bæði um það með hvaða hætti ákærði eigi að hafa slegið hana í handlegginn og hvernig hún hafi fengið umrædda áverka á handlegg.“Thelma ÁsdísardóttirLæknir bar einnig vitni í málinu en í framburði hans segir meðal annars: „[V]itnið F læknir sagði áverka á vinstri upphandlegg brotaþola hafa verið dreifða og taldi vitnið þau hafa verið eftir endurtekin högg eða klípingar. Áverkarnir hefðu samræmst því að slegið hefði verið á upphandlegginn eða gripið þéttingsfast um hann.“ Maðurinn játaði brotið að hluta til. Orðrétt sagði hann: „Ég var dauðadrukkinn og lét illa, sló að ég hélt eða greip mjög fast í framhandlegg hennar en ekki upphandlegg…“ „Það er ekki svo oft sem einstaklingar játa heimilisofbeldi,“ segir Thelma. „Maður hefði haldið að þá væri greið leið að sakfella þá fyrir brot sín,“ bætir hún við. Hún segir það fráleitt að hegna konunni fyrir framburð sinn. „Það er eðlilegt að hún sé ekki með þetta á hreinu,“ segir Thelma um vitnisburð konunnar, sem að lokum varð til þess að dómari áleit konuna missaga. Aðspurð um þolendur heimilisofbeldis sem leiti til Drekaslóðar og reynslu þeirra af réttarkerfinu svarar Thelma: „Það eru gegnumgangandi mikil vonbrigði með dómskerfið. Margir upplifa vantrú og einnig að reynsla þeirra og ofbeldi sem þeir urðu fyrir sé léttvægt fundið. Svolítið eins og öllum sé bara sama.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Þegar það er verið að beita fólk ofbeldi þá verður það hrætt. Streitan er mikil og það er auðvelt að gleyma smáatriðum,“ segir Thelma Ásdísardóttir, einn af forsvarsmönnum Drekaslóðar, fræðslu- og þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Henni þykir sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands í heimilisofbeldismáli, sem Fréttablaðið greindi frá í gær, sorglegur. Þá var karlmaður sýknaður af því að hafa veitt eiginkonu sinni áverka á höndum og baki þótt hann hefði játað brotið að hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður konunnar hafi ekki verið nægjanlega stöðugur og því var hann sýknaður af öllu brotinu. Orðrétt segir í dóminum: „Þá gætir talsverðs ósamræmis í framburði brotaþola fyrir dómi og hjá lögreglu, bæði um það með hvaða hætti ákærði eigi að hafa slegið hana í handlegginn og hvernig hún hafi fengið umrædda áverka á handlegg.“Thelma ÁsdísardóttirLæknir bar einnig vitni í málinu en í framburði hans segir meðal annars: „[V]itnið F læknir sagði áverka á vinstri upphandlegg brotaþola hafa verið dreifða og taldi vitnið þau hafa verið eftir endurtekin högg eða klípingar. Áverkarnir hefðu samræmst því að slegið hefði verið á upphandlegginn eða gripið þéttingsfast um hann.“ Maðurinn játaði brotið að hluta til. Orðrétt sagði hann: „Ég var dauðadrukkinn og lét illa, sló að ég hélt eða greip mjög fast í framhandlegg hennar en ekki upphandlegg…“ „Það er ekki svo oft sem einstaklingar játa heimilisofbeldi,“ segir Thelma. „Maður hefði haldið að þá væri greið leið að sakfella þá fyrir brot sín,“ bætir hún við. Hún segir það fráleitt að hegna konunni fyrir framburð sinn. „Það er eðlilegt að hún sé ekki með þetta á hreinu,“ segir Thelma um vitnisburð konunnar, sem að lokum varð til þess að dómari áleit konuna missaga. Aðspurð um þolendur heimilisofbeldis sem leiti til Drekaslóðar og reynslu þeirra af réttarkerfinu svarar Thelma: „Það eru gegnumgangandi mikil vonbrigði með dómskerfið. Margir upplifa vantrú og einnig að reynsla þeirra og ofbeldi sem þeir urðu fyrir sé léttvægt fundið. Svolítið eins og öllum sé bara sama.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira