Innlent

Ekki var um vinnustöðvun að ræða

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá samstöðufundi sjómanna á Austurvelli.
Frá samstöðufundi sjómanna á Austurvelli. Mynd/Vilhelm
Landssamband útvegsmanna hefur verið sýknað af Félagsdómi í máli sem Alþýðusamband Íslands sótti og var ASÍ gert að greiða málskostnað LÍÚ sem metinn var 400.000 krónur.

Í stefnu sinni fór ASÍ fram á að viðurkennt yrði að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna í byrjun júní að skip færu ekki til veiða eftir sjómannadag þann 3. júlí og þess í stað yrði þeim siglt til Reykjavíkurhafnar þann 7. í mótmælaskyni gegn frumvörpum um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, hafi brotið gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Einnig fór ASÍ fram á að LÍÚ yrði gert að greiða sekt sem og málskostnað.

Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að aðilum vinnumarkaðarins sé óheimilt að fara í vinnustöðvun til að knýja stjórnvöld til ákveðinna athafna eða athafnaleysis. Að mestu snerist málið um skilgreiningu vinnustöðvunnar og hvort um slíkt atvik hafi verið að ræða.

Þrátt fyrir sýknu, skilaði einn dómari af fimm sératkvæði og taldi hann að fallast ætti á kröfur ASÍ.

Dóminn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×