Þetta var lengri leiðin til Eyja 12. október 2013 09:00 Nýjasta bókin eftir Eddu Andrésdóttur nefnist Til Eyja. Hún er listilega ofin og lýsir annars vegar æskusumrum hennar í Vestmannaeyjum, með lífið á Kirkjubæ í forgrunni, og hins vegar ógnum eldgossins 1973 sem hún fylgdist með sem blaðamaður, meira og minna frá fyrsta degi. Bókarkápan er lýsandi fyrir efnið, með birtu bernskunnar á framhlið en sorta öskunnar á baki.Tók ung til hendinni Edda situr gegnt mér í veitingasal Hótel Nordica, enn meira hrífandi en á skjánum, að minnsta kosti leyfir hún sér að hlæja meira en við fréttalesturinn. Lýsir nýju bókinni og lífi sínu til þessa sem hún segir hafa verið stóráfallalaust. Skyldi hún hafa haldið dagbók frá unga aldri? „Nei, en ég var fyrstu sautján sumrin mín í Eyjum og á þeim tíma síaðist margt inn, enda breyttist í rauninni ekkert á Kirkjubæ. Ég man staðinn eins og hann var þegar ég fór þaðan í síðasta sinn og ég hélt að hann yrði alltaf þarna og alltaf eins. Svo hófst gosið, nánast við bæjardyrnar. Nú eru húsin þar djúpt undir hrauni ásamt ótal öðrum húsum.“ Móðir Eddu ólst upp á Kirkjubæ og sótti í átthagana með börnin sín. „Pabbi var alltaf að vinna, hann var á sjó, í brúarvinnu, í vegagerð og í hvalnum en mamma fór með okkur krakkana til Eyja í sumarbyrjun og svo fórum við heim á haustin. Pabbi kom aðeins í heimsókn, á þjóðhátíð kannski. Þannig var þetta þangað til síðustu sumrin mín í Eyjum, þá voru pabbi og mamma bæði farin að vinna í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann sem verkstjóri og hún bakari. Ég hélt áfram að fara til Eyja og vinna, fyrst sem mjólkurpóstur, svo í fiski,“ rifjar Edda upp og segir ömmu sína hafa kennt henni að vinna. „Amma var sístarfandi og sá til þess að við krakkarnir hefðum alltaf eitthvað að gera, reka kýrnar, vaska upp, bera arfann úr kartöflu-og rófugarðinum og hjálpa til við heyskapinn. Við tókum til hendinni og við lærðum margt.“ Edda segir virðingu fyrir náttúrunni, sem bæði gaf og tók, hafa mótað lífsviðhorf fólksins á Kirkjubæ og smitað krakkana. „Ég var hrædd við ketti en þeir voru heimagangar hjá ömmu og ég varð að gjöra svo vel að þola það! Þeir sem urðu vitni að því þegar kýrnar voru reknar öskrandi fyrstu gosnóttina niður í Hraðfrystistöð muna alltaf hversu átakanlegt það var. Svo þurfti að lóga þeim. Það var dapurt því kýrnar voru svo miklar persónur og kærar fólkinu.“Er ekki grátgjörn Ekki vill Edda meina að það hafi verið fruntalegt af ritstjórn dagblaðsins Vísis að senda hana á vettvang þegar gosið hófst á Heimaey. Þó var þetta svo að segja hennar heimabyggð og hún bara um tvítugt. „Ég var einfaldlega ræst út eins og aðrir blaðamenn um nóttina og það var tilviljun fremur en hitt að ég lenti í Eyjum, með ekki nema ársreynslu að baki. Það var ekki einu sinni ljóst hvort hægt yrði að lenda þar, það var allt eins búist við að það yrði bara flogið yfir, að flugvöllurinn væri við það að lokast. En við Bragi Guðmundsson ljósmyndari lentum í morgunsárið og vorum þar í viku. Hún kveðst hafa hripað niður það sem fyrir augun bar og lesið upp afraksturinn gegnum landsímann. Ekki var tölvum og farsímum til að dreifa. „Það var kostur að þekkja til í Eyjum,“ segir hún. „Svo var Bragi með tíu ára reynslu, útsjónarsamur og alltaf jafn pollrólegur. Oft síðan hef ég reyndar dáðst að æðruleysinu sem einkenndi svo marga í Eyjum á þessum tíma.“ Edda kveðst hafa verið lengi með bókina. „Þetta var lengri leiðin til Eyja,“ segir hún brosandi. „Undir hraun og aftur í tíma. Pabbi stakk einhverntíma upp á að ég skrifaði um Vestmannaeyjar, mér fannst það óhugsandi þá en hugmyndin sótti á, því staðurinn hefur alltaf fylgt mér. Gosið var auðvitað hrikaleg upplifun. Ég vissi samt ekkert hvaða tökum ég ætti að taka efnið. Best ég prófi að skrifa skáldsögu, hugsaði ég. Svo byrjaði ég á henni en þar vantaði hina réttu rödd. Vestmannaeyjar eru svo magnaðar, náttúran svo einstök, bæði blíð og hrikaleg og þar er hægt að finna fyrir innilokun en líka frelsi sem víðáttan og vindurinn skapa. Íbúarnir eru líka sérstakir, þeir mótast af umhverfinu og eru gestrisnir, hressir og afgerandi. Ég var lengi að ná réttum takti í frásögninni enda er ég að spegla tvenna tíma, björtu tímana og dimmu tímana,“ segir hún og viðurkennir að skrifin hafi snert við henni. Kveðst þó ekki hafa grátið. „Ég er ekki grátgjörn, frekar en þær konur sem ég er komin af,“ segir hún brosandi og vísar til ömmu sinnar á Kirkjubæ sem ekkert fékk haggað. „Móðir mín er þannig líka. Það er stórkostlegt að geta tekist á við erfiðleika í lífinu án þess að láta feykja sér af leið.“Tækifærin voru alls staðar Edda kveðst alltaf hafa haft gaman af að skrifa. „Ég fór í Versló og fékk býsna góðan íslenskukennara, kennarar hafa svo mikið að segja. Ritgerðir voru uppáhaldið mitt. Á þessum námsárum þróaðist sú hugmynd hjá mér að verða blaðamaður. Svo fór ég að vinna á skrifstofu þegar ég kláraði skólann en þegar ég sá Vísi auglýsa eftir blaðamanni sótti ég um og var ráðin. Þar fékk ég góða lærifeður eins og Jónas Kristjánsson, Jón Birgi Pétursson og Valdimar Jóhannsson. Blaðamennirnir á Vísi voru feikna góður hópur en þar voru þá enn fáar konur. Ég var náttúrlega mjög ung en þarna var ég algerlega komin í það sem mig langaði að fást við.“ Hún var líklega fyrsta manneskjan sem hló í útvarpinu. Er minnt á það og hlær hjartanlega. „Jú, jú. Þegar ég var búin að vera á Vísi í nokkur ár bættist Jón Björgvinsson í hóp blaðamanna þar og hann fékk þá hugmynd að gera síðdegisþátt í ríkisútvarpinu á laugardögum í beinni útsendingu sem héti Í vikulokin. Hann fékk mig með sér í það ásamt fleirum. Við létum okkur ekkert mannlegt óviðkomandi og þátturinn fékk gríðarlega hlustun, enda var þetta eina stöðin. Ég kunni ekkert að koma fram í útvarpi, var bara sú sem ég var og ef mér fannst eitthvað fyndið þá hló ég. Sumum fannst það víst skrítið, enda óvanalegt á þeim tíma í útvarpinu!“ Á Vísisárunum milli 1972 og 1978 kveðst Edda hafa verið með innslag í fréttaþátt í sjónvarpinu sem hét Kastljós og var öðruvísi en samnefndur þáttur er nú. Félagar hennar á Vísi störtuðu líka nýju tímariti sem hét Hús og híbýli og Edda var ritstjóri þess um skeið. Svo fór hún í kvikmyndagerð með Hrafni Gunnlaugssyni, lagði honum meðal annars lið við handritsgerð í myndinni Hrafninn flýgur.„Það var rosalegt ævintýri og ég hafði tröllatrú á myndinni,“ segir hún. „Það var einhver góður tónn í henni.“ Tækifærin voru allsstaðar og ekkert mál að fá vinnu að sögn Eddu sem um tíma starfaði á Helgarpóstinum með Sigmundi Erni, meðal annarra. En ný baktería var kviknuð sem snerist um ljósvakamiðla. Edda rifjar upp þætti sem hún stýrði í ríkissjónvarpinu og hétu Það eru komnir gestir. „Í fyrsta þættinum voru Guðrún Bjarnadóttir, Henný Hermanns og Heiðar Jónsson. Svo var ég með í spurningaþætti og páskaþætti. Þarna var kominn miðill sem sameinaði allt, textagerðina, hljóðið og myndina, alveg ofsalega spennandi,“ segir hún og brosir breitt. Þátturinn Skonrokk er einn þeirra sem Edda var með í sjónvarpinu og svo var komið að fréttamennsku þar 1985, hjá Ingva Hrafni sem var fréttastjóri. „Ég var í fréttamennsku í nokkur ár, en til lengdar getur verið erfitt vera úti á akrinum allan daginn og hendast svo í settið og segja fréttirnar á kvöldin,“ segir hún. Edda flutti sig frá ríkissjónvarpinu yfir á Stöð 2, árið 1989. Fyrstu verkefni hennar þar voru viðtalsþættir sem hétu Inn við beinið og voru í loftinu einn vetur. „Þar var einn viðmælandi tekinn á beinið, vinsamlega og honum fylgdu vinir og félagar í sal sem tóku þátt í samtalinu,“ rifjar hún upp. Á Stöð 2 varð hún fréttaþulur en þurfti ekki að afla fréttanna. Hún segir það ákjósanlegt fyrirkomulag. „Bein útsending er krefjandi og nauðsynlegt að vera vel fyrir kallaður þar sem sekúndurnar skipta máli.“ Stundum þarf hún að segja frá stóráföllum og slysum og segir það alltaf átakanlegt en hún hafi lært með árunum að búa sér til aðferð til að takast á við það. Skyldi fólk oft hafa samband við hana eftir fréttalestur? „Já, það hringir stundum fólk eftir fréttatímana með allskonar fyrirspurnir. Það getur verið: „Hvar fékkstu jakkann sem þú ert í?“ eða „Hver klippir þig?“ Stundum er hringt út af málfari. Mér finnst þetta frábært og skírt dæmi um að við á fréttastofunni erum í góðu sambandi við fólkið í landinu. Það skiptir mestu máli.“ Tók sólópróf í flugi Eiginmaður Eddu er Stefán Ólafsson prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hvernig skyldu þau hafa kynnst og hvenær? „Við kynntumst í Þjóðleikhúskjallaranum 1982, þegar hann var og hét sem ballstaður og erum búin að vera saman síðan, ævinlega, frá fyrstu stund,“ segir Edda og brosir fallega. Keyrði hann þig heim? forvitnast blaðamaður. „Nei, ætli við höfum ekki bara gengið heim? Mér fannst hann svo rólegur hann Stefán og yfirvegaður og traustur. Við áttum bara eitthvað sameiginlegt og smullum saman.“ Hún segir þau bæði hafa átt sambönd að baki og börn. „Ég átti strák sem er fæddur 1974 og Stefán átti strák og stelpu. Svo eigum við tvo stráka saman og samtals eigum við sjö barnabörn. Erum stór blönduð fjölskylda en allt gengur það vel og allir eru góðir vinir.“ Hún kveðst hafa búið um tíma með fyrri barnsföður sínum og segir mér líka söguna af þeirra kynnum. „Eyjagosið gerði það að verkum að ég fékk flugdellu. Ég fór svo mikið á milli lands og Eyja og hugsaði að það gæti verið hentugt að vera fljúgandi blaðamaður eins og Ómar Ragnarsson. Fljótlega eftir að gosinu lauk dreif ég mig í að læra flug. Tók sólólpróf og stefndi á einkaflugmanninn. En svo tókum við saman ég og flugkennarinn minn og eignuðumst hann Jóa og eftir að hann fæddist lagði ég flugið á hilluna, missti hálfgert kjarkinn.“ Stefán, maður Eddu er oft áberandi í þjóðmálaumræðunni. Er hún alltaf sammála honum og hans pólitík? „Það er mjög viðkvæmt fyrir hlutlausan fréttaþul að tjá sig um það,“ segir hún hlæjandi og lætur ekki hanka sig. „Stefán er Stefán og ég er ég og við erum ekkert alltaf sammála um allt, ekki einu sinni hvað við eigum að hafa í matinn!“ En telur fólk að þú hafir sömu skoðanir og hann? „Það veit ég ekki, að minnsta kosti hefur enginn þorað að segja það við mig,“ segir hún og hlær enn. Ein spurning í lokin. Heldurður að þú flytjir til Eyja í ellinni? „Ja, þetta var alltaf draumastaðurinn! Ég lýk bókinni þannig að ég hafi ekki enn siglt þangað úr Landeyjunum en eftir að ég setti punktinn stakk systir mín upp á dagsferð með Herjólfi. Mér fannst ég hálfgert vera að svíkja lit en svo sló ég til og fannst heillandi að sigla þá leiðina til Eyja. Það var þokuslæðingur en samt svo ótrúlega bjart. Hafið og himininn hafa þau áhrif. Helgafell var hulið þoku, það voru þokuslæður í Dalfjallinu og Heimaklettur fullur af dulúð. Allt var með ólíkum hætti, á ekki stærra svæði. Þetta er í rauninni ævintýraeyja.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Nýjasta bókin eftir Eddu Andrésdóttur nefnist Til Eyja. Hún er listilega ofin og lýsir annars vegar æskusumrum hennar í Vestmannaeyjum, með lífið á Kirkjubæ í forgrunni, og hins vegar ógnum eldgossins 1973 sem hún fylgdist með sem blaðamaður, meira og minna frá fyrsta degi. Bókarkápan er lýsandi fyrir efnið, með birtu bernskunnar á framhlið en sorta öskunnar á baki.Tók ung til hendinni Edda situr gegnt mér í veitingasal Hótel Nordica, enn meira hrífandi en á skjánum, að minnsta kosti leyfir hún sér að hlæja meira en við fréttalesturinn. Lýsir nýju bókinni og lífi sínu til þessa sem hún segir hafa verið stóráfallalaust. Skyldi hún hafa haldið dagbók frá unga aldri? „Nei, en ég var fyrstu sautján sumrin mín í Eyjum og á þeim tíma síaðist margt inn, enda breyttist í rauninni ekkert á Kirkjubæ. Ég man staðinn eins og hann var þegar ég fór þaðan í síðasta sinn og ég hélt að hann yrði alltaf þarna og alltaf eins. Svo hófst gosið, nánast við bæjardyrnar. Nú eru húsin þar djúpt undir hrauni ásamt ótal öðrum húsum.“ Móðir Eddu ólst upp á Kirkjubæ og sótti í átthagana með börnin sín. „Pabbi var alltaf að vinna, hann var á sjó, í brúarvinnu, í vegagerð og í hvalnum en mamma fór með okkur krakkana til Eyja í sumarbyrjun og svo fórum við heim á haustin. Pabbi kom aðeins í heimsókn, á þjóðhátíð kannski. Þannig var þetta þangað til síðustu sumrin mín í Eyjum, þá voru pabbi og mamma bæði farin að vinna í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann sem verkstjóri og hún bakari. Ég hélt áfram að fara til Eyja og vinna, fyrst sem mjólkurpóstur, svo í fiski,“ rifjar Edda upp og segir ömmu sína hafa kennt henni að vinna. „Amma var sístarfandi og sá til þess að við krakkarnir hefðum alltaf eitthvað að gera, reka kýrnar, vaska upp, bera arfann úr kartöflu-og rófugarðinum og hjálpa til við heyskapinn. Við tókum til hendinni og við lærðum margt.“ Edda segir virðingu fyrir náttúrunni, sem bæði gaf og tók, hafa mótað lífsviðhorf fólksins á Kirkjubæ og smitað krakkana. „Ég var hrædd við ketti en þeir voru heimagangar hjá ömmu og ég varð að gjöra svo vel að þola það! Þeir sem urðu vitni að því þegar kýrnar voru reknar öskrandi fyrstu gosnóttina niður í Hraðfrystistöð muna alltaf hversu átakanlegt það var. Svo þurfti að lóga þeim. Það var dapurt því kýrnar voru svo miklar persónur og kærar fólkinu.“Er ekki grátgjörn Ekki vill Edda meina að það hafi verið fruntalegt af ritstjórn dagblaðsins Vísis að senda hana á vettvang þegar gosið hófst á Heimaey. Þó var þetta svo að segja hennar heimabyggð og hún bara um tvítugt. „Ég var einfaldlega ræst út eins og aðrir blaðamenn um nóttina og það var tilviljun fremur en hitt að ég lenti í Eyjum, með ekki nema ársreynslu að baki. Það var ekki einu sinni ljóst hvort hægt yrði að lenda þar, það var allt eins búist við að það yrði bara flogið yfir, að flugvöllurinn væri við það að lokast. En við Bragi Guðmundsson ljósmyndari lentum í morgunsárið og vorum þar í viku. Hún kveðst hafa hripað niður það sem fyrir augun bar og lesið upp afraksturinn gegnum landsímann. Ekki var tölvum og farsímum til að dreifa. „Það var kostur að þekkja til í Eyjum,“ segir hún. „Svo var Bragi með tíu ára reynslu, útsjónarsamur og alltaf jafn pollrólegur. Oft síðan hef ég reyndar dáðst að æðruleysinu sem einkenndi svo marga í Eyjum á þessum tíma.“ Edda kveðst hafa verið lengi með bókina. „Þetta var lengri leiðin til Eyja,“ segir hún brosandi. „Undir hraun og aftur í tíma. Pabbi stakk einhverntíma upp á að ég skrifaði um Vestmannaeyjar, mér fannst það óhugsandi þá en hugmyndin sótti á, því staðurinn hefur alltaf fylgt mér. Gosið var auðvitað hrikaleg upplifun. Ég vissi samt ekkert hvaða tökum ég ætti að taka efnið. Best ég prófi að skrifa skáldsögu, hugsaði ég. Svo byrjaði ég á henni en þar vantaði hina réttu rödd. Vestmannaeyjar eru svo magnaðar, náttúran svo einstök, bæði blíð og hrikaleg og þar er hægt að finna fyrir innilokun en líka frelsi sem víðáttan og vindurinn skapa. Íbúarnir eru líka sérstakir, þeir mótast af umhverfinu og eru gestrisnir, hressir og afgerandi. Ég var lengi að ná réttum takti í frásögninni enda er ég að spegla tvenna tíma, björtu tímana og dimmu tímana,“ segir hún og viðurkennir að skrifin hafi snert við henni. Kveðst þó ekki hafa grátið. „Ég er ekki grátgjörn, frekar en þær konur sem ég er komin af,“ segir hún brosandi og vísar til ömmu sinnar á Kirkjubæ sem ekkert fékk haggað. „Móðir mín er þannig líka. Það er stórkostlegt að geta tekist á við erfiðleika í lífinu án þess að láta feykja sér af leið.“Tækifærin voru alls staðar Edda kveðst alltaf hafa haft gaman af að skrifa. „Ég fór í Versló og fékk býsna góðan íslenskukennara, kennarar hafa svo mikið að segja. Ritgerðir voru uppáhaldið mitt. Á þessum námsárum þróaðist sú hugmynd hjá mér að verða blaðamaður. Svo fór ég að vinna á skrifstofu þegar ég kláraði skólann en þegar ég sá Vísi auglýsa eftir blaðamanni sótti ég um og var ráðin. Þar fékk ég góða lærifeður eins og Jónas Kristjánsson, Jón Birgi Pétursson og Valdimar Jóhannsson. Blaðamennirnir á Vísi voru feikna góður hópur en þar voru þá enn fáar konur. Ég var náttúrlega mjög ung en þarna var ég algerlega komin í það sem mig langaði að fást við.“ Hún var líklega fyrsta manneskjan sem hló í útvarpinu. Er minnt á það og hlær hjartanlega. „Jú, jú. Þegar ég var búin að vera á Vísi í nokkur ár bættist Jón Björgvinsson í hóp blaðamanna þar og hann fékk þá hugmynd að gera síðdegisþátt í ríkisútvarpinu á laugardögum í beinni útsendingu sem héti Í vikulokin. Hann fékk mig með sér í það ásamt fleirum. Við létum okkur ekkert mannlegt óviðkomandi og þátturinn fékk gríðarlega hlustun, enda var þetta eina stöðin. Ég kunni ekkert að koma fram í útvarpi, var bara sú sem ég var og ef mér fannst eitthvað fyndið þá hló ég. Sumum fannst það víst skrítið, enda óvanalegt á þeim tíma í útvarpinu!“ Á Vísisárunum milli 1972 og 1978 kveðst Edda hafa verið með innslag í fréttaþátt í sjónvarpinu sem hét Kastljós og var öðruvísi en samnefndur þáttur er nú. Félagar hennar á Vísi störtuðu líka nýju tímariti sem hét Hús og híbýli og Edda var ritstjóri þess um skeið. Svo fór hún í kvikmyndagerð með Hrafni Gunnlaugssyni, lagði honum meðal annars lið við handritsgerð í myndinni Hrafninn flýgur.„Það var rosalegt ævintýri og ég hafði tröllatrú á myndinni,“ segir hún. „Það var einhver góður tónn í henni.“ Tækifærin voru allsstaðar og ekkert mál að fá vinnu að sögn Eddu sem um tíma starfaði á Helgarpóstinum með Sigmundi Erni, meðal annarra. En ný baktería var kviknuð sem snerist um ljósvakamiðla. Edda rifjar upp þætti sem hún stýrði í ríkissjónvarpinu og hétu Það eru komnir gestir. „Í fyrsta þættinum voru Guðrún Bjarnadóttir, Henný Hermanns og Heiðar Jónsson. Svo var ég með í spurningaþætti og páskaþætti. Þarna var kominn miðill sem sameinaði allt, textagerðina, hljóðið og myndina, alveg ofsalega spennandi,“ segir hún og brosir breitt. Þátturinn Skonrokk er einn þeirra sem Edda var með í sjónvarpinu og svo var komið að fréttamennsku þar 1985, hjá Ingva Hrafni sem var fréttastjóri. „Ég var í fréttamennsku í nokkur ár, en til lengdar getur verið erfitt vera úti á akrinum allan daginn og hendast svo í settið og segja fréttirnar á kvöldin,“ segir hún. Edda flutti sig frá ríkissjónvarpinu yfir á Stöð 2, árið 1989. Fyrstu verkefni hennar þar voru viðtalsþættir sem hétu Inn við beinið og voru í loftinu einn vetur. „Þar var einn viðmælandi tekinn á beinið, vinsamlega og honum fylgdu vinir og félagar í sal sem tóku þátt í samtalinu,“ rifjar hún upp. Á Stöð 2 varð hún fréttaþulur en þurfti ekki að afla fréttanna. Hún segir það ákjósanlegt fyrirkomulag. „Bein útsending er krefjandi og nauðsynlegt að vera vel fyrir kallaður þar sem sekúndurnar skipta máli.“ Stundum þarf hún að segja frá stóráföllum og slysum og segir það alltaf átakanlegt en hún hafi lært með árunum að búa sér til aðferð til að takast á við það. Skyldi fólk oft hafa samband við hana eftir fréttalestur? „Já, það hringir stundum fólk eftir fréttatímana með allskonar fyrirspurnir. Það getur verið: „Hvar fékkstu jakkann sem þú ert í?“ eða „Hver klippir þig?“ Stundum er hringt út af málfari. Mér finnst þetta frábært og skírt dæmi um að við á fréttastofunni erum í góðu sambandi við fólkið í landinu. Það skiptir mestu máli.“ Tók sólópróf í flugi Eiginmaður Eddu er Stefán Ólafsson prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hvernig skyldu þau hafa kynnst og hvenær? „Við kynntumst í Þjóðleikhúskjallaranum 1982, þegar hann var og hét sem ballstaður og erum búin að vera saman síðan, ævinlega, frá fyrstu stund,“ segir Edda og brosir fallega. Keyrði hann þig heim? forvitnast blaðamaður. „Nei, ætli við höfum ekki bara gengið heim? Mér fannst hann svo rólegur hann Stefán og yfirvegaður og traustur. Við áttum bara eitthvað sameiginlegt og smullum saman.“ Hún segir þau bæði hafa átt sambönd að baki og börn. „Ég átti strák sem er fæddur 1974 og Stefán átti strák og stelpu. Svo eigum við tvo stráka saman og samtals eigum við sjö barnabörn. Erum stór blönduð fjölskylda en allt gengur það vel og allir eru góðir vinir.“ Hún kveðst hafa búið um tíma með fyrri barnsföður sínum og segir mér líka söguna af þeirra kynnum. „Eyjagosið gerði það að verkum að ég fékk flugdellu. Ég fór svo mikið á milli lands og Eyja og hugsaði að það gæti verið hentugt að vera fljúgandi blaðamaður eins og Ómar Ragnarsson. Fljótlega eftir að gosinu lauk dreif ég mig í að læra flug. Tók sólólpróf og stefndi á einkaflugmanninn. En svo tókum við saman ég og flugkennarinn minn og eignuðumst hann Jóa og eftir að hann fæddist lagði ég flugið á hilluna, missti hálfgert kjarkinn.“ Stefán, maður Eddu er oft áberandi í þjóðmálaumræðunni. Er hún alltaf sammála honum og hans pólitík? „Það er mjög viðkvæmt fyrir hlutlausan fréttaþul að tjá sig um það,“ segir hún hlæjandi og lætur ekki hanka sig. „Stefán er Stefán og ég er ég og við erum ekkert alltaf sammála um allt, ekki einu sinni hvað við eigum að hafa í matinn!“ En telur fólk að þú hafir sömu skoðanir og hann? „Það veit ég ekki, að minnsta kosti hefur enginn þorað að segja það við mig,“ segir hún og hlær enn. Ein spurning í lokin. Heldurður að þú flytjir til Eyja í ellinni? „Ja, þetta var alltaf draumastaðurinn! Ég lýk bókinni þannig að ég hafi ekki enn siglt þangað úr Landeyjunum en eftir að ég setti punktinn stakk systir mín upp á dagsferð með Herjólfi. Mér fannst ég hálfgert vera að svíkja lit en svo sló ég til og fannst heillandi að sigla þá leiðina til Eyja. Það var þokuslæðingur en samt svo ótrúlega bjart. Hafið og himininn hafa þau áhrif. Helgafell var hulið þoku, það voru þokuslæður í Dalfjallinu og Heimaklettur fullur af dulúð. Allt var með ólíkum hætti, á ekki stærra svæði. Þetta er í rauninni ævintýraeyja.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira