Innlent

Google-bíllinn myndaði lögguna

Í dag byrjaði vefsíðan Google Maps að birta ljósmyndir frá Íslandi og hafa margir deilt skemmtilegum myndum af sínu nánasta umhverfi á Facebook í dag.

Vísi hefur borist nokkrar myndir frá fólki í dag, þar á meðal ein ansi áhugaverð. Þar sést, að því virðist, hvernig tveir lögreglumenn ræða við borgara.

Ekki er ljóst hvort að viðkomandi var handtekinn. Öll andlit og bílnúmer hafa verið gerð óskýr í myndunum frá Google. 

Náðu Google-bílarnir mynd af þér? Sendu hana á ritstjorn@visir.is eða settu í athugasemd.

 

Þessi mynd frá Selfossi barst fréttastofu í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×