Innlent

Bara einn sjúkrabíll á næturvakt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sunnlendingar segja öryggi fólks stefnt í voða.
Sunnlendingar segja öryggi fólks stefnt í voða. Fréttablaðið/Daníel
Einn sjúkrabíll verður til taks til sjúkraflutninga að næturlagi á Suðurlandi frá áramótum. Óásættanlegt, segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps.

„Sveitarstjórn telur að með þessu sé öryggi íbúa og gesta á Suðurlandi stórlega skert og stefnt í voða svo ekki verið við unað,“ bókar sveitarstjórnin sem beinir því til heilbrigðisráðherra og forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að skoða hvort ekki sé tækifæri til að skoða annað rekstrarfyrirkomulag sjúkraflutninga á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×