Fé til fornleifafræði skorið niður um 70% Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2013 07:30 Ármann nefnir uppgröft á Skriðuklaustri sem vel heppnað verkefni sem skilað hefur mikilli vitneskju og laðar nú að fjölmarga ferðamenn. fréttablaðið/valli Fjármagn til fornleifarannsókna hefur verið skorið niður um rúmlega 70% frá árinu 2007. Fornleifafræðingar lýsa yfir þungum áhyggjum af þróun mála og telja að vegið sé að fræðastarfi í fornleifafræði á Íslandi. Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga, spyr hver skilaboð stjórnvalda séu í ljósi þessa, þótt allir séu meðvitaðir um stöðu þjóðarinnar í fjárhagslegu tilliti. Hann segir að ekki verði við svo búið lengur ef halda á lífi í greininni. Ármann segir að kannski sé því svo farið að fólk telji að fornleifafræði snúist bara um fjárútlát ríkissjóðs en hafa beri í huga þau verðmæti sem verða til. Ekki síst nýir ferðamannastaðir sem hafa verið byggðir upp í kjölfar rannsókna, sem séu til vitnis um blómaskeið fornleifafræði árin eftir aldamótin. Það blómaskeið eigi rætur sínar í úthlutunum Kristnihátíðarsjóðs og upphafi kennslu í fornleifafræði við Háskóla Íslands. „Við förum ekki fram á að stjórnvöld veiti fé í þetta hugsunarlaust en það er verið að byggja upp menningarstarfsemi. Það á svo líka við um þetta eins og annað að fólk sem er komið með ágætis reynslu þarf að leita annað eftir vinnu,“ segir Ármann. Hann starfar ásamt fleiri íslenskum kollegum sínum við fornleifarannsóknir í Noregi. Spurður hvort hægt sé að hefja nýjar rannsóknir og ljúka þeim sem eru hafnar í ljósi fjárveitinganna nú segir hann það mjög erfitt. Fornminjasjóður [áður Fornleifasjóður] er eini sjóðurinn sem er eyrnamerktur fornleifarannsóknum en hlutverk hans var aukið til muna á síðasta ári. Samkvæmt nýframkomnu fjárlagafrumvarpi verða fjárframlög til sjóðsins tæplega 32 milljónir króna á næsta ári. Um er að ræða 25 prósenta niðurskurð á framlögum á milli ára. Þegar best lét voru 122 milljónir króna til skiptanna árið 2008. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Fjármagn til fornleifarannsókna hefur verið skorið niður um rúmlega 70% frá árinu 2007. Fornleifafræðingar lýsa yfir þungum áhyggjum af þróun mála og telja að vegið sé að fræðastarfi í fornleifafræði á Íslandi. Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga, spyr hver skilaboð stjórnvalda séu í ljósi þessa, þótt allir séu meðvitaðir um stöðu þjóðarinnar í fjárhagslegu tilliti. Hann segir að ekki verði við svo búið lengur ef halda á lífi í greininni. Ármann segir að kannski sé því svo farið að fólk telji að fornleifafræði snúist bara um fjárútlát ríkissjóðs en hafa beri í huga þau verðmæti sem verða til. Ekki síst nýir ferðamannastaðir sem hafa verið byggðir upp í kjölfar rannsókna, sem séu til vitnis um blómaskeið fornleifafræði árin eftir aldamótin. Það blómaskeið eigi rætur sínar í úthlutunum Kristnihátíðarsjóðs og upphafi kennslu í fornleifafræði við Háskóla Íslands. „Við förum ekki fram á að stjórnvöld veiti fé í þetta hugsunarlaust en það er verið að byggja upp menningarstarfsemi. Það á svo líka við um þetta eins og annað að fólk sem er komið með ágætis reynslu þarf að leita annað eftir vinnu,“ segir Ármann. Hann starfar ásamt fleiri íslenskum kollegum sínum við fornleifarannsóknir í Noregi. Spurður hvort hægt sé að hefja nýjar rannsóknir og ljúka þeim sem eru hafnar í ljósi fjárveitinganna nú segir hann það mjög erfitt. Fornminjasjóður [áður Fornleifasjóður] er eini sjóðurinn sem er eyrnamerktur fornleifarannsóknum en hlutverk hans var aukið til muna á síðasta ári. Samkvæmt nýframkomnu fjárlagafrumvarpi verða fjárframlög til sjóðsins tæplega 32 milljónir króna á næsta ári. Um er að ræða 25 prósenta niðurskurð á framlögum á milli ára. Þegar best lét voru 122 milljónir króna til skiptanna árið 2008.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira