Innlent

Bleika treyjan fór á 650 þúsund

Hæsta boð í bleiku landsliðstreyjuna sem Hannes Þór Halldórsson spilaði í á móti Kýpur í kvöld var 650 þúsund. Það var fyrirtækið Norðurál sem bauð best í treyjuna en uppboðið fór fram á vefsíðunni bleikaslaufan.is og lauk á miðnætti.

Ágóðinn rennur til fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands.

Allir landsliðsmarkverðir Íslands voru í bleikum búningum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×