"Allar ríkisstjórnir í ESB töldu almenning eiga að bera ábyrgðina" 8. mars 2013 19:56 Forseti Íslands. Forseti Íslands sat fyrir svörum hjá franska fjölmiðlinum FRANCE 24 á dögunum. Þar ræddi forsetinn meðal annars um bata Íslands eftir efnahagshrunið, aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og makríldeilurnar. „Aldrei áður í sögu landsins höfðum við séð mótmæli eða ofbeldi á borð við þarna," segir Ólafur Ragnar þegar hann rifjar upp efnahagshrunið haustið 2008. Forsetinn minnir á að standa hafi þurft vörð um Seðlabankann dag sem nótt og um hreina martröð hafi verið að ræða. „Sem betur fer tókst okkur að jafna okkur þó það hafi verið erfitt. Fjórum árum síðan erum við fyrirmynd fyrir önnur lönd sem eru að jafna sig," sagði forsetinn. Hann nefnir ýmsar ástæður fyrir því að Ísland hafi náð að rétta jafnvel úr kútnum og raun ber vitni. Þar ber helst að Íslendingar hafi leyft einkabönknum að fara á hausinn, tekið upp gjaldeyrishöft, reynt að vernda félagslega kerfið og leyft krónunni að falla í verði. Þá segir forsetinn að Íslendingar hafi snemma áttað sig á því að ekki var aðeins um fjárhagslegt hrun að ræða heldur einnig pólitískt. Forsetinn var einnig spurður út í Icesave-málið og ákvörðun hans að láta þjóðina kjósa með eða á móti samningunum. „Haustið 2008 og í ársbyrjun 2009 héldu ríkisstjórnir allra landanna sem aðild eiga að Evrópusambandinu, ekki aðeins í Hollandi og Bretlandi, því fram að almenningur á Íslandi, þar með talið bændur og sjómenn kennarar og hjúkrunarfærðingur, ættu að bera ábyrgð á falli einkarekins banka sem rekinn var erlendis." „Þegar ég ákvað að setja ákvörðunina í hendur þjóðarinnar spáðu nánast allir spekingar í fjármálakerfinu því að Ísland yrði einangrað, yrði Kúba norðursins, og engan endi var að finna á heimsendaspám," segir Ólafur Ragnar. Hann segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa flýtt fyrir batanum. „Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram og fólki fannst það hafa valda á ný fór efnahagur þjóðarinnar að batna. Nú, fjórum árum síðar, erum við eitt besta dæmið um efnahagslegan bata," segir Ólafur Ragnar. Viðtalið verður sýnt í sjónvarpi í Frakklandi á morgun. Þó er hægt að hlusta á það í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Forseti Íslands sat fyrir svörum hjá franska fjölmiðlinum FRANCE 24 á dögunum. Þar ræddi forsetinn meðal annars um bata Íslands eftir efnahagshrunið, aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og makríldeilurnar. „Aldrei áður í sögu landsins höfðum við séð mótmæli eða ofbeldi á borð við þarna," segir Ólafur Ragnar þegar hann rifjar upp efnahagshrunið haustið 2008. Forsetinn minnir á að standa hafi þurft vörð um Seðlabankann dag sem nótt og um hreina martröð hafi verið að ræða. „Sem betur fer tókst okkur að jafna okkur þó það hafi verið erfitt. Fjórum árum síðan erum við fyrirmynd fyrir önnur lönd sem eru að jafna sig," sagði forsetinn. Hann nefnir ýmsar ástæður fyrir því að Ísland hafi náð að rétta jafnvel úr kútnum og raun ber vitni. Þar ber helst að Íslendingar hafi leyft einkabönknum að fara á hausinn, tekið upp gjaldeyrishöft, reynt að vernda félagslega kerfið og leyft krónunni að falla í verði. Þá segir forsetinn að Íslendingar hafi snemma áttað sig á því að ekki var aðeins um fjárhagslegt hrun að ræða heldur einnig pólitískt. Forsetinn var einnig spurður út í Icesave-málið og ákvörðun hans að láta þjóðina kjósa með eða á móti samningunum. „Haustið 2008 og í ársbyrjun 2009 héldu ríkisstjórnir allra landanna sem aðild eiga að Evrópusambandinu, ekki aðeins í Hollandi og Bretlandi, því fram að almenningur á Íslandi, þar með talið bændur og sjómenn kennarar og hjúkrunarfærðingur, ættu að bera ábyrgð á falli einkarekins banka sem rekinn var erlendis." „Þegar ég ákvað að setja ákvörðunina í hendur þjóðarinnar spáðu nánast allir spekingar í fjármálakerfinu því að Ísland yrði einangrað, yrði Kúba norðursins, og engan endi var að finna á heimsendaspám," segir Ólafur Ragnar. Hann segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa flýtt fyrir batanum. „Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram og fólki fannst það hafa valda á ný fór efnahagur þjóðarinnar að batna. Nú, fjórum árum síðar, erum við eitt besta dæmið um efnahagslegan bata," segir Ólafur Ragnar. Viðtalið verður sýnt í sjónvarpi í Frakklandi á morgun. Þó er hægt að hlusta á það í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira