Innlent

Merki frá sendi draugaskipsins

Svavar Hávarðsson skrifar
Draugaskipið Eina lífið um borð eru rottur í hundraðavís.
Draugaskipið Eina lífið um borð eru rottur í hundraðavís. mynd/lsh
Landhelgisgæslunni hafa borist fregnir af draugaskipinu Lyubov Orlova frá írsku strandgæslunni. Komið hefur fram í fjölmiðlum að talið er líklegt að skipið hafi sokkið. Neyðarsendir sem tilheyrði skipinu tók að senda frá sér merki í byrjun síðustu viku en eins og vitað er þá geta sendarnir farið í gang af ýmsum ástæðum. Merkin bárust frá stað sem er 700 sjómílur austnorðaustur af Nýfundnalandi, 500 sjómílur suðaustur af Hvarfi á Grænlandi og um 900 sjómílur vestur af Írlandi. Meira vita menn ekki.

Merki bárust frá neyðarsendinum í tvo sólarhringa en ekki er vitað hvort hann var þá um borð í skipinu eða í sjónum þannig að það er enn óráðið hvar skipið gæti verið, eða hvort það er ofansjávar. Engin leit hefur farið fram af skipinu.

Landhelgisgæslan hafði samband við kanadísku strandgæsluna á Nýfundnalandi og kom þar fram að Kanadamenn hafa ekki afskrifað skipið sem sokkið. Landhelgisgæslan útilokar ekki að draugaskipið sé á reki djúpt suður af Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×