Innlent

Þurfa að bera manninn 300 metra

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið að flytja björgunarfólk á staðinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið að flytja björgunarfólk á staðinn. Mynd/ Landsbjörg.
Um 40 björgunarsveitamenn ásamt sjúkraflutningsmönnum og lögreglumönnum úr sérsveitinni sem voru á æfingu í Hvalfirðinum eru komnir á slysstað þar sem maður fótbrotnaði í Botnssúlum fyrr í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið að flytja björgunarmenn á staðinn, en hún gat ekki athafnað sig á slysstaðnum þar sem maðurinn var í miklum bratta.

Verið er að undirbúa flutning á manninum en flytja þarf hann á sjúkrabörum fótgangandi á þriðja hundrað metra við mjög erfiðar aðstæður. Þar mun björgunarbíll taka á móti honum og keyra að þyrlunni sem flytur hann síðan á sjúkrahús. Hvasst er á staðnum og mikill skafrenningur sem gerir björgunarmönnum erfitt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×