"Þetta er sjálfsagður hlutur í lýðræðisþjóðfélagi" 10. mars 2013 12:04 Lagalega umgjörð skortir fyrir uppljóstrara hér á landi sem stíga fram og greina frá spillingu eða ólöglegum misgerðum á sínum vinnustöðum. Þetta segir þingmaður sem lagt hefur framvarp til laga um vernd uppljóstrara, hvort sem er í opinbera eða einkageiranum. Nýlega var gerð rannsókn á áliti Ástrala, Breta og ÍSlendinga á uppljóstrurum og mögulegri vernd þeirra ef þeir greina frá misgerðum eða spillingu innan síns vinnustaðar. Almennt var mikill stuðningur þessara þriggja þjóða við það að uppljóstrar fái stuðning í stað refsingar. En Íslendingar virðast hins vegar hafa litla trú á opinberum stofnunum og fyrirtækjum hér á landi til að vernda uppljóstrara. 38 % aðspurðra töldu að íslensk stofnun eða fyrirtæki myndi vernda fólk sem greinir frá misgerðum eða spillingu á meðan Ástralar og Bretar hafa meiri trú á opinberum stofnunum og fyrirtækjum í sínum löndum eða tæplega 50%. Dr. Suelette Dreyfuss ástralskur blaðamaður sem stóð að rannsókninni, segir afstöðu Íslendinga áhyggjuefni og bera vott um litla tiltrú þeirra í þessum efnum. Hrunið og afleiðingar þess kynnu mögulega að hafa áhrif á lítið traust ÍSlendinga. Róbert Marshall þingmaður sem gekk nýlega til liðs við Bjarta framtíð hefur lagt fram frumvarp til laga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. „Þetta eru mjög afgerandi niðurstöður og sýnir okkur þörfina á því að þetta verði að lögum. Bæði þarf að vekja fólk til umhugsunar um tilgang og eðli uppljóstrarans og tryggja lagalegt umhverfi fyrir hann. Þannig að í raun staðfestir þessi rannsókn það sem mig grunaði, að við þyrftum að taka þennan málaflokk föstum tökum," segir hann. Róbert segir tilfinnanlega skorta lagalega umgjörð fyrir uppljóstrara sem stíga fram. Frumvarpið sem lagt hefur verið fram eigi að tryggja vernd uppljóstrarans hvort sem hann greinir frá því við sína yfirmenn á vinnustað eða leiti til lögreglu eða fjölmiðla. „Hvort sem það er í opinbera eða einka geiranum og greina frá misgerðum sem kunna að vera lögbrot eða varða almannahag. Þetta er sjálfsagður hlutur í lýðræðisþjóðfélagi að fólk geti stigið fram og ekki þurft að óttast um stöðu sína eða afleðingar fyrir sjálft sig ef það gerir það. " Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Lagalega umgjörð skortir fyrir uppljóstrara hér á landi sem stíga fram og greina frá spillingu eða ólöglegum misgerðum á sínum vinnustöðum. Þetta segir þingmaður sem lagt hefur framvarp til laga um vernd uppljóstrara, hvort sem er í opinbera eða einkageiranum. Nýlega var gerð rannsókn á áliti Ástrala, Breta og ÍSlendinga á uppljóstrurum og mögulegri vernd þeirra ef þeir greina frá misgerðum eða spillingu innan síns vinnustaðar. Almennt var mikill stuðningur þessara þriggja þjóða við það að uppljóstrar fái stuðning í stað refsingar. En Íslendingar virðast hins vegar hafa litla trú á opinberum stofnunum og fyrirtækjum hér á landi til að vernda uppljóstrara. 38 % aðspurðra töldu að íslensk stofnun eða fyrirtæki myndi vernda fólk sem greinir frá misgerðum eða spillingu á meðan Ástralar og Bretar hafa meiri trú á opinberum stofnunum og fyrirtækjum í sínum löndum eða tæplega 50%. Dr. Suelette Dreyfuss ástralskur blaðamaður sem stóð að rannsókninni, segir afstöðu Íslendinga áhyggjuefni og bera vott um litla tiltrú þeirra í þessum efnum. Hrunið og afleiðingar þess kynnu mögulega að hafa áhrif á lítið traust ÍSlendinga. Róbert Marshall þingmaður sem gekk nýlega til liðs við Bjarta framtíð hefur lagt fram frumvarp til laga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. „Þetta eru mjög afgerandi niðurstöður og sýnir okkur þörfina á því að þetta verði að lögum. Bæði þarf að vekja fólk til umhugsunar um tilgang og eðli uppljóstrarans og tryggja lagalegt umhverfi fyrir hann. Þannig að í raun staðfestir þessi rannsókn það sem mig grunaði, að við þyrftum að taka þennan málaflokk föstum tökum," segir hann. Róbert segir tilfinnanlega skorta lagalega umgjörð fyrir uppljóstrara sem stíga fram. Frumvarpið sem lagt hefur verið fram eigi að tryggja vernd uppljóstrarans hvort sem hann greinir frá því við sína yfirmenn á vinnustað eða leiti til lögreglu eða fjölmiðla. „Hvort sem það er í opinbera eða einka geiranum og greina frá misgerðum sem kunna að vera lögbrot eða varða almannahag. Þetta er sjálfsagður hlutur í lýðræðisþjóðfélagi að fólk geti stigið fram og ekki þurft að óttast um stöðu sína eða afleðingar fyrir sjálft sig ef það gerir það. "
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira