Innlent

Fréttahaukar og íþróttakempur vilja á RÚV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 400 manns sóttu um sumarstörf fréttamanna á RÚV en hæfnispróf fyrir umsækjendur fóru fram í síðustu viku. Á fjórða tug þreytti prófið. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum og eru nöfnin misþekkt. Þekktasti umsækjandin er án efa Haukur Hólm fréttamaður sem var fréttamaður á Stöð 2 um árabil áður en hann hóf að ritstýra Reykjavík - vikublaði. Annar þekktur blaðamaður er Þröstur Emilsson.

Þá er rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir í hópnum. Einnig sóttu nokkrir íþróttamenn um, þar á meðal körfuboltamaðurinn Marvin Valdimarsson og handboltamaðurinn Örn Ingi Bjarkason. Þá er Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, dóttir Samúels Arnar Erlingssonar, í hópnum.

Listann yfir umsækjendur má finna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×