Innlent

Hálf milljón í tyggjóhreinsun

Athygli vekur að fyrir og eftir myndir borgarinnar eru ekki teknar á nákvæmlega sama stað eða frá sama sjónarhorni.
Athygli vekur að fyrir og eftir myndir borgarinnar eru ekki teknar á nákvæmlega sama stað eða frá sama sjónarhorni. Mynd/Reykjavíkurborg
Undanfarnar vikur hafa gangstéttir í miðbæ Reykjavíkur verið hreinsaðar af tryggjóklessum. „Enginn mun sakna þeirra," segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Með háþrýstidælur og gufu að vopni hafa starfsmenn borgarinnar hreinsað tyggjóklessur af gangstéttinni í Austurstræti, á Lækjartorgi og Bankastræti. Hreinsun á Laugavegi stendur yfir.

Kostnaður við hreinsunina, sem staðið hefur yfir í þrjár vikur, er komin í hálfa milljón króna. Bendir Reykjavíkurborg á að margt annað mætti gera fyrir þá upphæð s.s. fyrir börn eða unglinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×