Innlent

Ráðast þarf í stórátak til að efla löggæslu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Mynd/GVA
„Ég vil nú ekki tjá mig sérstaklega um þetta mál fyrr en ég er búinn að ræða betur við lögregluna í Vestmannaeyjum," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en líkt og Vísir fjallaði um í gær er enginn lögreglumaður á vakt í Vestmanneyjum í fjórar klukkustundir á hverjum sólarhring.

„Ég þekki manna best til niðurskurðarins í lögreglunni, eins og í allri annarri opinberri starfsemi á Íslandi, og við reynum að gera allt sem við getum til þess að öryggis borgaranna sé gætt í hvívetna og að við förum ekki yfir hættumörk í því efni."

En hvernig er ástandið á öðrum stöðum á landsbyggðinni?

„Ég veit að það er víða svo að fleiri lögreglumenn þyrftu að vera á vakt. Þá er ég ekki síst að horfa til landsbyggðarinnar. Þar eru stór svæði með mjög fámenn lögreglulið."

Ögmundur segir að í vinnslu sé ítarleg skýrsla á vegum þingsins í samræmi við þingsályktunartillögu með fulltrúum allra flokka, og það sé samdóma álit allra að á næstu árum þurfi að ráðast í stórátak til að efla löggæsluna í landinu.

„Þar er forgangsröðunin á þann veg að sérstaklega og fyrst þurfi að hyggja að almennri löggæslu á landsbyggðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×