Innlent

Eyþór Ingi syngur á íslensku í Eurovision

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyþór Ingi ásamt lagahöfundum.
Eyþór Ingi ásamt lagahöfundum.
Framlag Íslands til Eurovision, Ég á líf, verður flutt á íslensku í Svíþjóð í vor. Þetta var upplýst á blaðamannafundi þegar myndband við lagið var kynnt. Viðstaddir blaðamannafundinn voru Eyþór Ingi söngvari og lagahöfundarnir. Myndbandið má finna hér. Síðast var framlag Íslands flutt á íslensku árið 1997 eða fyrir sextán árum. Þá var það Páll Óskar Hjálmtýsson sem flutti lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×